ESB skipar Póllandi að handtaka Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ef hann verður viðstaddur 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz síðar í janúar. Pólland hefur þvertekið fyrir handtökuskipun Alþjóða dómstólsins og segist ætla að tryggja öryggi ísraelska leiðtogans við minningarathöfnina.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsir yfir óánægju sinni með þá ákvörðun Póllands að hunsa handtökuskipun Alþjóðaglæpadómstólsins á hendur Netanyahu.
Handtökuskipunin, sem gefin var út í nóvember, varðar ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.
Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB segir í viðtali við ítalska Ansa að ESB styðji Alþjóðaglæpadómstólinn og virði sjálfstæði hans og óhlutdrægni:
„Við skorum á öll aðildarríkin að vinna með dómstólnum, innifalið að framfylgja útgefnum handtökuskipunum.“
Þrátt fyrir kröfur ESB hefur Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, tilkynnt að pólsk stjórnvöld muni tryggja „frjálsan og öruggan aðgang“ æðstu leiðtoga Ísraels ef þeir sæki viðburðinn eftir ákall frá Andrzej Duda, forseta Póllands.
Í bréfi til Tusk lagði Duda áherslu á mikilvægi þess að tryggja öryggi Netanyahus í hugsanlegri heimsókn og lýsti ástandinu sem „óvenjulegu.“