Fyrir þá sem bera ábyrgð á Vesturlöndum skiptir engu máli hversu margir eru drepnir í stríðinu gegn Rússlandi. Það segir bandaríski prófessorinn Jeffrey Sachs í viðtali við A/POLITICA fyrr í ár (sjá YouTube að neðan).
Jeffrey Sachs var spurður hvað Bandaríkin/Nató væru í raun að sækjast eftir í Úkraínustríðinu og hvort þeir vilji virkilega beint stríð milli Nató og Rússlands.
Jeffrey Sacha kom þá inn á hvernig valdhafarnir líta á manndrápin í stríðinu. Samkvæmt Sachs stendur þeim nákvæmlega á sama hversu margir Úkraínumenn eða Rússar eru drepnir. Þeir hunsa drápin algjörlega. Sachs sagði:
„Þeim er alveg sama um hversu margir Úkraínumenn eru drepnir. Það er ekki einu sinni spurning. Það er hvorki plús eða mínus. Eina vandamálið er að Úkraínumenn eru að klárast. Búið er að drepa yfir 600.000 Úkraínumenn. Ég held að þeim sé nákvæmlega sama. Ég hef ekki heyrt eitt einasta orð af eftirsjá um það. Það er mikil blekking í spilum þeirra. Þeir eru með spil á hendi, þar sem líf þeirra sjálfra er ekki í húfi.“
Sachs bendir á að stríðsaðferðir Vesturlanda virki ekki. Úkraína er að tapa stríðinu.
