Hadja Lahbib, kreppustjóri ESB, brosir sínu blíðasta þegar hún skipar íbúum aðildarríkja ESB að undirbúa sig fyrir komandi stórstyrjöld við Rússa. Engin kreppa jafnast á við þriðju heimsstyrjöldina.
Birgðu þig upp með vatn, mat og vistir heima sem endast í að minnsta kosti 72 klukkustundir, þegar kreppan eða stríðið skellur á. Skilaboðin koma frá ESB-kommisjónernum Hadja Lahbib, kreppustjóra Evrópusambandsins.
Á miðvikudaginn var kynnt ný áætlun ESB fyrir almenningi í aðildarríkjunum varðandi kreppur, hamfarir eða stríð, þegar nauðsynleg samfélagsleg þjónusta hættir að virka. Núna á fólk að hafa vatn, mat og vistir sem endast í amk. 72 klukkustundir og er sænska dæminu fylgt í þeim málum. Hadja Lahbib, kreppustjóri ESB, útskýrir stefnu ESB á myndskeiði um að vera „Tilbúin(n) fyrir hverju sem er:“
Today, the EU launches its new #Preparedness Strategy.
— Hadja Lahbib (@hadjalahbib) March 26, 2025
“Ready for anything” — this must be our new European way of life. Our motto and #hashtag. pic.twitter.com/fA1z8ZvMDA
Að sögn Lahbib eru ógnir nútímans gegn Evrópu flóknari en nokkru sinni fyrr og allar samtengdar. Hún leggur til að ESB komi á fót „afgerandi varasjóð.“ Listinn yfir nauðsynjavörur sem fólki er ráðlagt að eiga heima svipar til lista sænska ríkisins í bæklingnum „Ef kreppan eða stríðið kemur.“
Evrópski neyðarviðbúnaðardagurinn
Von framkvæmdastjórnar ESB er auka samstarf ESB-landanna í leiðinni. Til dæmis á að koma á sameiginlegum evrópskum neyðarviðbúnaðardegi. Í gögnum ESB segir:
„Við verðum að búa okkur undir stórfellda atburði þvert á greinar samfélagsins og kreppur, þar á meðal möguleika á vopnuðum árásum sem hafa áhrif á eitt eða fleiri aðildarríki.“
Gagnrýnendur segja að það sé Evrópusambandið sjálft sem er með stríðs- og hræðsluáróður.