Sjúkrahús í Frakklandi búa sig undir yfirvofandi stríð í Evrópu

París býr sig undir fjölda látinna og særðra af völdum stríðs í Evrópu.

Hinn óvinsæli forseti Frakklands, Emmanuel Macron, heldur áfram starfinu sem einn helsti stríðsæsingamaður í Evrópu. Fyrir utan að bjóðast til að nota litla sæta franska kjarnorkuvopnabúrið til að vernda nágranna sína, þá má sjá hvernig franska samfélagið undirbýr sig á virkan hátt fyrir stríðsátök.

Í byrjun september var greint frá því að frönsk sjúkrahús séu að undirbúa sig fyrir „yfirvofandi stríð í Evrópu“ – samtímis og Þýskaland segist vera í viðbragðsstöðu vegna heræfinga Rússa.

Daily Mail greinir frá:

„Heilbrigðisráðuneyti Frakklands hefur sagt heilbrigðisstofnunum um allt land að undirbúa sig fyrir hugsanlega „stóra hernaðaraðgerð“ fyrir mars 2026, samkvæmt gögnum sem Le Canard Enchaîné hefur aflað. Franska ríkisstjórnin sér fyrir sér að Frakkland veiti stuðning með getu til að taka á móti gríðarlegum fjölda særðra hermanna frá Frakklandi og öðrum Evrópulöndum. Skipulagið miðar að því að „sjá fyrir, undirbúa og bregðast við heilbrigðisþörfum íbúanna og samþætta sérþarfir varnarmála á heilbrigðissviðinu.“

Macron segist ætla að nota kjarnorkuvopnin til að „verja Evrópu.”

Heilbrigðisráðuneytið mun búa sig undir að taka á móti „hugsanlega miklum straumi fórnarlamba erlendis frá.“ Þetta kemur í kjölfar þess að Carsten Breuer, yfirmaður varnarmála Þýskalands, varaði við því að her landsins yrði í viðbragðsstöðu vegna rússneskra heræfinga. Brauer sagði:

„Við höfum engar vísbendingar um að undirbúningur fyrir árás verði gerður undir formerkjum æfingarinnar. En við munum vera á varðbergi, ekki bara þýskir hermenn, heldur einnig Nató.“

Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, sagði við New York Times:

„Við skulum ekki vera barnaleg. Ef Xi Jinping myndi ráðast á Taívan, myndi hann örugglega fyrst hringja í félaga sinn, Vladimir Putin, og segja við hann: „Heyrðu, ég ætla að fara í þetta og ég þarf þig til að halda þeim uppteknum í Evrópu með því að ráðast á Nató-svæði.“ Þannig er líklegast að þetta muni þróast.“

Rutte benti einnig á að Rússland framleiðir „þrefalt meira magn af skotfærum á þremur mánuðum en allt Nató framleiðir á einu ári.“

Fara efst á síðu