
Helga Dögg Sverrisdóttir er skelegg baráttukona fyrir mannréttindum kvenna og barna og hefur þurft að sæta aðkasti fyrir meðal annars af hálfu Samtakanna 78 og Kennarasambandsins sem bolaði henni úr formannsstóli fyrir að fullyrða að kynin séu tvö. Hér skrifar hún um öngþveitið sem Svíþjóð er komið í, þegar starfsmenn hjúkrunarheimilis kunnu ekki sænsku til að tala við sjúkraflutningamenn sem voru að sækja veikan íbúa. Pistill Helgu er viðvörun til allra Íslendinga um hvernig ástand gæti skapast hér með blindri eftiröpun á innflytjendastefnu Svía.
Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Afleiðing innflytjendastefnu Svíþjóðar kemur æ betur í ljós. Það sem á eftir kemur lýsir því í hnotskurn. Í júlí var kallað eftir sjúkrabíl vegna veiks íbúa á hjúkrunarheimili. Íbúi með heilabilun var hugsanlega í lífshættulegum aðstæðum. Íbúinn gat ekki tjáð sig. Starfsmenn heimilisins töluðu ekki sænsku og því voru samskipti þeirra við sjúkraflutningamennina og hjúkrunarfræðinginn sem kom með sjúkrabílnum ógerleg.
Í skýrslu sem hjúkrunarfræðingurinn skrifaði eftir útkallið segir:
,,Deildin er mönnuð tveimur starfsmönnum, báðir af erlendum uppruna og áttu við alvarlega tungumálaörðugleika að stríða. Starfsfólkið talaði móðurmál sitt sín á milli og gat ekki tjáð sig meira en nokkur einföld orð á sænsku við sjúkraflutningamennina,” segir í skýrslunni. Þetta skrifar TV4 News.“
TV4 Nyheterna var í sambandi við hjúkrunarfræðinginn sem óskar nafnleyndar. Hjúkrunarfræðingurinn segir að íbúinn sem er með heilabilun og gat ekki tjáð sig var grunaður um að hafa blóðsýkingu, hugsanleg lífshættulegu ástandi. Hjúkrunarfræðingurinn segir við TV4:
,,Þetta er mjög algengt vandamál, því miður. En í þetta skiptið var þetta öfgafullt og mjög pirrandi. Við höfum ekki aðgang að sjúkraskrám í sjúkrabílnum og vitum því til dæmis ekkert um undirliggjandi sjúkdóma eða eðlilegt ástand sjúklings. Þess vegna eru samskipti við starfsfólkið sérstaklega mikilvæg.”
Geta ekki svarað einföldum spurningum
Sjúkraflutningamennirnir reyndu að spyrja læknisfræðilegra spurninga til að fá mynd af ástandi íbúans en fengu ekki skýr svör. ,,Starfsfólkið getur ekki svarað einföldum spurningum eins og: ,,var hann með hita þegar hann vaknaði?, ,,Leið honum vel í gær?”, “Borðaði hann og drakk í dag?”, ,,Er hann kvef?”
Ef þetta er sjúklingur í lífshættu, eins og í þessu tilfelli, verður að bregðast hratt við. Starfsfólkið ræddi spurningarnar sín á milli á eigin móðurmáli en gat aðeins svarað með stuttum orðum eins og ,,veit ekki.” Hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði skýrsluna gagnrýnir mönnun á hjúkrunarheimilinu harðlega:
,,Þessir tveir einstaklingar bera ábyrgð á yfirfullri deild með gömlu, veikburða og sænskumælandi fólki,” skrifar hjúkrunarfræðingurinn og heldur áfram: ,,Þetta er ósæmilegt fyrir aldraða, enginn starfsmaður skilur einfaldar óskir öldunganna.”
Í skriflegri yfirlýsingu til TV4 Nyheterna segir öldrunarmálaráðherra Svía, Anna Tenje (M), um atvikið:
,,Sú staðreynd að það var ekki einn einasti starfsmaður sem gat tjáð sig á sænsku er hræðileg. Í þessu tilfelli setti það einnig líf aldraðs einstaklings í hættu. Þetta sæmir ekki sænskri öldrunarþjónustu. Sænska er grundvöllur öryggis, reisnar og gæða í umönnun aldraðra, bæði fyrir aldraða og starfsfólk. Þess vegna vinna stjórnvöld að því að innleiða tungumálakröfu í umönnun aldraðra. Við höfum einnig útvíkkað loforð um öldrunarþjónustuna sem meðal annars má nýta til að efla tungumálakunnáttu starfsmanna. Fyrir mér er það augljóst: Eldra fólk verður að geta skilið og starfsfólk gera sig skiljanlegt.”