Sjö stjórnmálamenn AfD deyja á dularfullan hátt fyrir kosningarnar

Welt greinir frá því, að fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Þýskalandi í haust í hinu mikilvæga fylki Norðurrín-Vestfalíu, þá hafa sjö frambjóðendur Valkosts fyrir Þýskaland, AfD, Alternative for Deutschland, látist á nokkrum vikum.

Lögreglan leggur áherslu á að engin merki séu til staðar sem bendi til saknæms athæfis. Dauðsföllin þýða að prenta verður nýja kjörseðla og endurtaka þarf póstatkvæði.

Með sína 18 milljónir íbúa, þá er fylkið mikilvægt í innanríkisstjórnmálum Þýskalands. Kosið verður þann 14. september.

Leiðtogi AfD-flokksins, Alice Weidel, hefur deilt færslu hagfræðingsins Stefan Homburg, sem skrifaði að fjöldi dauðsfalla sé „tölfræðilega næstum ómögulegur.“

Varaformaður flokksins í Norðurrín-Vestfalíu, Kay Gottschalk, sagði í Berlin Playbook Podcast á Politico að hann skilji að spurningar séu í gangi en að ekkert hafi komið fram sem styðji grunsemdir um eitthvað annað en eðlilegar dánarorsakir. Hann lagði áherslu á sýna fjölskyldum þeirra látnu tillitssemi og sagði:

„Við viljum að málin verði rannsökuð án þess að farið verði samstundis út í samsæriskenningar.“

Lögreglan sagði við fréttastofuna DPA að fyrstu fjögur dauðsföllin væru vegna eðlilegra orsaka og að dánarástæður hafi ekki verið gerðar opinberar af tillitssemi við ættingjana. Hið sama á einnig við um síðari málin.

Valkostur Þýskalands hefur fengið stuðning frá mörgum á hægri væng Bandaríkjanna sem ásaka þýsku ríkisstjórnina um að reyna að kæfa AfD með skrifræði.

Fara efst á síðu