Stuðningur við áframhaldandi stríð við Rússa hefur hrunið í Úkraínu. Samkvæmt nýrri könnun Gallup vilja 69% binda enda á stríðið núna með samningaviðræðum. Einungis 24% prósent vilja halda áfram að berjast þar til sigur næst. Á sama tíma trúa fáir því raunverulega að stríðinu ljúki í bráð.
Samkvæmt Gallup eru tölurnar í öfugu hlutfalli miðað við árið 2022, þegar 73% studdu áframhaldandi stríð og 22% vildu friðarviðræður.
Minnkun stríðsviljans merkist um allt land óháð svæði eða hópum.
Zelensky forseti hefur einnig opnað fyrir beinar viðræður við Vladímír Pútín, á meðan Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar nýjum viðskiptaþvingunum gegn Moskvu.
Þrátt fyrir merki um fyrirhugað vopnahlé og samninga, þá halda bardagarnir áfram. Einungis fjórðungur Úkraínumanna telur líklegt að stríðinu ljúki innan árs. Aðeins 5% telja það mjög líklegt, en 68% telja að stríðið muni halda áfram í að minnsta kosti eitt ár í viðbót.
Traust á forystu Bandaríkjanna hefur einnig hrunið – úr 66% árið 2022 í 16% í ár. Þrátt fyrir þetta vilja 70% að Bandaríkin gegni mikilvægu hlutverki í friðarviðræðum.
Orðspor Þýskalands hefur styrkst, en stuðningur við Rússland og Kína er enn afar lítill.
Vonir um skjóta aðild að Nató hafa einnig dofnað. 32% trúa núna á aðild innan tíu ára, jafn margir telja að það muni aldrei gerast. Stuðningur við ESB er örlítið meiri: 52% trúa á aðild innan áratugar.