Simion: „Við moluðum glóbaliztana“ – forsætisráðherra Rúmeníu biðst lausnar

Sigurvegari fyrri umferðar (seinni forsetakosninga í Rúmeníu) George Simion, segir að hann hafi „molað glóbaliztana.“ Hann lofar að ef hann verði kjörinn forseti Rúmeníu, þá muni hann gera Calin Georgescu, sem var bannað að bjóða sig fram, að forsætisráðherra.

Íhaldsmaðurinn George Simion sigraði í fyrstu umferð forsetakosninganna í Rúmeníu sem fram fóru á sunnudag. Með 40,9% atkvæða tók hann forystuna fyrir úrslitaumferðina sem fram fer síðar í maí. Simion, sem styður Donald Trump og MAGA-hreyfinguna opinberlega, segir í viðtali við sænska SVT að hann vilji skipa Calin Georgescu sem forsætisráðherra:

„Þar sem Georgescu stendur fyrir það sem Rúmenir vilja, þá verður að koma honum til valda.“

Georgescu var bannað að bjóða sig fram í forsetakosningunum í fyrra – eftir að hafa unnið fyrstu umferð forsetakosninganna. Fyrst var því haldið fram, án sannana, að Rússar hefðu stjórnað kosningabaráttu hans og síðan var hann sakaður um að vera „rasisti“ og „útlendingahatari“ ásamt öðrum fáránlegum ásökunum sem notaðar voru til að banna honum að bjóða sig fram til forseta Rúmeníu. Eftir bannið fór fólk út á götu í einum stærstu mótmælum í Evrópu sem „fór fram hjá flestum meginstraumsmiðlum. Simion ætlar honum lykilhlutverk í stjórnarfari landsins.

Í öðru viðtali við Stríðsherbergi Steve Bannon er Simion enn hreinskilnari (sjá myndskeið að neðan):

„Við gengum algjörlega frá glóbaliztunum hérna í Rúmeníu. Við unnum. Ég fékk 40% atkvæða.“

Að sögn Simions hafa valdhafar miklar áhyggjur af þeirri almennu vakningu sem breiðist út um alla Evrópu:

„Þeir eru hræddir við að missa vinnuna. Þeir stjórna öllum aðgerðum í öllum löndum ESB og það er ljóst að íbúar 27 aðildarríkja vilja þá ekki lengur.“

Simion telur að glóbaliztarnir óttist núna að missa töki á bæði aðildarríkjum og stofnunum Evrópusambandsins:

„Þeir óttast að við munum bráðlega fá meirihluta í stofnunum ESB og á ESB-þinginu.“

Forsætisráðherra Rúmeníu segir af sér í kjölfarið

Samkvæmt BBC hefur Marcel Ciolacu, forsætisráðherra Rúmeníu, sagt af sér störfum og Sósíaldemókrataflokkur hans yfirgefur ríkisstjórnina eftir kosningaúrslit helgarinnar. Forsetaframbjóðandi krata komst ekki í úrslitaumferðina sem verður á milli Simion og frjálslyndum borgarstjór Búkarest, Nicusor Dan. Seinni umferð forsetakosninganna verður18. maí.

Fara efst á síðu