Um helgina varð fyrrverandi forsætisráðherra Tékklands, Andrej Babis, stórsigurvegari í þingkosningunum í Tékklandi. Hann hefur lagt áherslu á að hann vilji setja hagsmuni Tékklands í fyrsta sætið, gagnrýnir ESB og er á móti áframhaldandi hernaðarstuðningi við Úkraínu.
Hinn 71 árs gamli milljarðamæringur, Andrej Babis, leiðir íhaldsflokkinn Ano, sem var efstur í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar og fékk um 35% atkvæða. Til að ná völdum verður Babis að semja við aðra flokka.
Þótt Ano hafi einnig verið stærsti flokkurinn í kosningunum 2021, þá tókst honum ekki að mynda ríkisstjórn. Að þessu sinni fær flokkurinn um 80 þingsæti, sem er aukning frá 72 áður, sem eykur líkur hans á að ná völdum.
Í þingkosningunum 2021 fékk mið-hægri bandalagið Spolu, sem samanstendur af ODS, KDU-ČSL og TOP 09, 27,8% atkvæða eða 71 af 200 sætum á þingi. Þrátt fyrir að Ano-flokkur Andrej Babiš hafi unnið flest sæti, myndaði Spolu í staðinn samsteypustjórn með stuðningi mið-hægri bandalagsins PirSTAN, sem gaf þeim meirihluta upp á 108 sæti.
Í þessum kosningum töpuðu sitjandi forsætisráðherra Petr Fiala og Spolu bandalag hans verulega, með fækkun úr 71 sæti í um 50 sæti á þingi. Á grafinu að neðan sést skipting þingsæta á milli flokka:

Ellilífeyrisþegi: Þeir styðja Úkraínu og alla nema okkur
Ein sem hefur andmælt núverandi mið-hægri stjórn í Tékklandi er ellilífeyrisþeginn Ludmila Laskovská. Í viðtali við fréttavefinn Politico segir hún að tékkneska ríkisstjórnin hafi eingöngu notað peningana til að fjárfesta í Úkraínu. Hún segir:
„Þessi ríkisstjórn er sú versta. Hún styður Úkraínu og alla nema okkur.“
Ef Babis tekst að mynda ríkisstjórn í Tékklandi gæti það leitt til þess að hernaðaraðstoðin hætti til Úkraínu. Þegar hann var spurður hvort hann myndi styðja aðild Úkraínu að ESB og Nató svaraði hann:
„Úkraína er ekki tilbúin fyrir ESB. Það verður að enda stríðið fyrst og það er hlutverk Nató en ekki Prag að senda vopn til Úkraínu.“
Auk þess að vilja stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu vill Babis einnig draga úr framlagi Tékklands til aðgerða ESB sem tengjast græna svindlinu.
Orbán tísti: „Sannleikurinn sigraði!“
