Stórsigur; landslide-sigur Donalds J. Trump í Bandaríkjunum verður þjóðríkjum stökkpallur til að hrinda atlögu guðlausra glóbalizta, valdasetra að baki luktum dyrum alþjóðastofnana og Evrópusambandsins. Lýðræði vann sigur. Þjóðríki um allan heim munu blómstra, þar á meðal Ísland; íslenska lýðveldið, íslensk þjóð, íslensk menning og tunga. Bandaríkjamenn af öllum kynþáttum og báðum kynjum höfnuðu kynþáttahyggju demókrata. Fóstureyðingar skiptu nánast engu máli þrátt fyrir gífuryrði. Endir bundinná glæpi í skjóli Planned parenthood. Svartir, latínó, asíubúar, gyðingar, arabar og múslimar fylktu sér að baki Trump í áður óþekktum mæli. Þegar tölur komu frá Georgíu um að 25% svartir karlar hefðu kosið Trump var tónninn sleginn. Svartir vilja virðingu, góð störf, börn, fjölskyldu. Þeir eru að hafna brotnu fjölskyldu mynstri sem fylgir ríkisbótum. Svart fólk kaupir ekki málflutning þess efnis að Trump sé rasisti; kynþáttasinni.
ÞAÐ ÁTTI AÐ SKIPTA UM ÞJÓÐ
Endanleg úrslit liggja ekki fyrir en staðan er að 51% kusu Trump og 47.5% Kamilu. Í fyrsta sinn í 20 ár fá repúblikanar meirihluta fylgis; popular vote. Trump er að sameina bandaríska alþýðu, vinnandi fólk sem demókratar höfðu yfirgefið. Trump boðar afnám skatta á yfirvinnu, þjórfé, lífeyri & örorkubætur; social security payments. Það markar tímamót, gangi það eftir. Trump mun taka yfir stjórn landamæra sem glæpagengi stjórna; innstreymi fíkniefna, mansal, kvensal, barnsal; 325 þúsund börn týndust í tíð Biden og Kamillu. Blái veggurinn; Blue Wall hrundi; verkamannavígin Pennsylvanía, Michigan og Visconsin. Trump vann öll. Þau ásamt Arizona, Georgíu, N-Karólínu og Nevada mynda sveifluríkin sjö; swing-states féllu öll Trump í vil. Demókratar ætluðu að skipta um þjóð. Biden og Harris fluttu inn +/-25 milljónir hælisleitendur til þess að vega á móti Trump en það var langt því frá nóg.
TIL LIÐS VIÐ TRUMP
Þjóðþekktir demókratar gengu til liðs við Trump. Það skipti verulegu máli. Elon Musk bjargaði málfrelsi með yfirtöku Twitter; X. Robert F. Kennedy jr. mun leiða baráttu gegn Big-Pharma og Big-Food; Make America Healthy Again. Tulsi Gabbard áberandi í baráttunni gegn Military Complex, varð þingmaður demókrata 21 árs árið 2002. Hún er Lieutenant colonel í bandaríska hernum, sagði sig úr demókrataflokknum 2022, ofsótt af Hillary, gekk til liðs við Trump 2024. Hún verður áberandi í baráttunni gegn Military Complex. Það eru nýir tímar. Demókratar fögnuðu þegar Dick Cheney gekk til liðs við Harris, arkitektinn að Írakstríðinu. Demókratar eru flokkur Cooporate America. Hin nýja rauða Ameríka er breytt.