Þingkosningum í Austurríki er lokið og Frelsisflokkurinn FPÖ vann sögulegan kosningasigur og er stærsti stjórnmálaflokkur í Austurríki. Litið er á þennan sigur sem frábæran árangur, ekki aðeins fyrir fullveldissinna um alla Evrópu, heldur einnig fyrir gagnrýnendur Covid-19 bóluefna, gagnrýnendur kerfisins og yfirleitt alla þá sem þrá frelsi einstaklingsins – ekki síst málfrelsi.
Austurríkismenn gengu að kjörborðinu í gær, sunnudag, og kosningaúrslitin hafa nú verið kynnt. Rétt eins og allar spár og skoðanakannanir gáfu til kynna, þá varð Frelsisflokkur Austurríkis, „Freiheitlichen Partei Österreichs FPÖ“ stærsti flokkurinn sem bætti við sig 12,6%% og fór frá 16,2% (2019) upp í 28,8%. Frelsisflokkurinn var stofnaður ár 1956 og hefur aldrei áður í 68 ára sögu flokksins náð jafn góðum árangri. Besti árangur áður var 26,9% ár 1999.
Flokkur fólksins í Austurríki fékk hroðalega útreið, tapaði 11.2% fylgi og féll úr 37,5% (2019) niður í 26,3% Jafnaðarmannaflokkurinn SPÖ mælist með 21% hafði áður 21,2%. Frjálslyndi NEOS bætir örlítið við fylgið úr 8,2% í 9,2% og Grænir missa fylgi, fóru úr 13,9% í 8,3%. Þetta eru þeir fimm flokkar sem komast inn á þing. Kommúnistaflokkurinn KPÖ er stærstur utanþingsflokka með 2,4%.
Þorir að tjá skoðanir gegn pólitíska rétttrúnaðinum
Herbert Kickl flokksleiðtogi Frjálslynda flokksins er dæmi um hvernig hreinskilni, prinsíp og vilji til að ganga gegn pólitískum rétttrúnaði getur skilað góðum árangri. Junge Freiheit segir að Herbert Kickl hafi aldrei farið í felur með skoðanir sínar. Auk eindreginnar andstöðu við fjöldainnflutning og íslamavæðingu hefur hann alltaf staðið fyrir borgaralegu frelsi og mannréttindum. Meðan á Covid stóð var hann einn af eindregnustu andstæðingum víðtækra og handahófskenndra takmarkana á frelsi Austurríkismanna. Hann var á móti fjöldabólusetningum og taldi að í staðinn ætti að treysta á lyf eins og Ívermektín.
Herbert Kickl, formaður Frelsisflokksins (Mynd: Wikipedia).
Hræðsluáróður sósíaldemókrata
Eins og í mörgum öðrum löndum Evrópu t.d. Svíþjóð, leggjast aðrir flokkar gegn þeim nýju sem rísa upp og sýna andstöðu við alþjóðastefnuna sem er að setja heiminn í bál og brand. Eru það sjálfráð viðbrögð valdhafa sem sjá lifibrauðið og lífið hverfa upp í reyk við að missa völdin. Virðist sem svarnir óvinir séu reiðubúnir að slíðra sverðin eingöngu til að koma í veg fyrir að vilji kjósenda nái fram að ganga. Áróðurinn gegn Frelsisflokknum er gegndarlaus í einsfréttamiðlum, t.d. segir sænska sjónvarpið flokkinn vera Rússadyndla og öfgahægriflokk og RÚV apar eftir.
Frelsisflokkurinn hefur samt áður verið í ríkisstjórn í Austurríki með jafnaðarmönnum árin 1983-1986 og Flokki fólksins árin 2000-2005 og 2017-2019. Þótt kratar bölsótist núna útí Frelsisflokkinn og formaður jafnaðarmanna, Andreas Babler, segi hugsanlegt stjórnarsamstarf Frelsisflokksins og Flokk fólksins yrði „blásvart bandalag“ sem vísar til fasismans, þá hefði sú stjórn tryggan meirihluta á þingi.
Heillaóskir hvaðanæva úr Evrópu
Fullveldissinnar hvaðanæva úr Evrópu senda Frelsisflokknum heillaóskir vegna sigursins. Alice Weidel og Björn Höcke frá Valkosti fyrir Þýskaland óskuðu flokknum til hamingju og Höcke segir sigurinn tákn um jákvæða þróun í Evrópu.
Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og flokksleiðtogi Lega, sagði úrslit kosninganna í Austurríki vera „sögulegan dag breytinga.“ Hann gagnrýndi tal pólitíska rétttrúnaðarins um „öfgahægri“ og sagði að með því væru valdhafar að reyna að telja fólki trú um, að heiðarleg vinna, málefni fjölskyldunnar og öryggi fólks væru „öfgar.“
Jordan Bardella, flokksleiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar skrifar að ríkisstjórn undir forystu Frelsisflokksins myndi muni einbeita sér að „sjálfstæði, velmegun og sjálfsmynd.“
Á X hér að neðan má sjá dæmi um heillaóskir til Frelsisflokksins: