Sharía leikskóli sagður „menningarleg auðgun”

Þýski bærinn Neumünster er að fá sinn fyrsta múslimska leikskóla og er skólanum lýst sem fylgjandi ströngum „sharia viðmiðum.” Babett Schwede-Oldehus, sveitarstjórnarmaður kristilegra demókrata segir samkvæmt Junge Freiheit, að skólinn sé „menningarleg auðgun.”

Múslimskum leikskólum fjölgar í Þýskalandi og áform eru uppi um að opna enn fleiri slíka leikskóla. Nýjasti sharía leikskólinn hefur aðstöðu fyrir 60 börn og tekur til starfa í Neumünster í Schleswig-Holstein fylki á næsta ári.. Yfirgnæfandi meirihluti bæjarstjórnar Neumünster geiddi atkvæði með leikskólanum sem reiknað er með að kosti um 2,8 milljónir evra.

Innrætir börn samkvæmt strangri útgáfu íslam

Umdeilt moskufélag styður leikskólann fjárhagslega. Moskufélagið tilheyrir regnhlífarsamtökum íslamskrar menningar „Verband der Islamischen Kulturzentren, VIKZ” með aðsetur í Köln.

VIKZ eru umdeild samtök og í fyrri skýrslu félagsmálaráðuneytisins skapa þau námsumhverfi, þar sem nemendur eru „innrættir í strangri sharíaútgáfu af íslam sem gerir þá ónæma fyrir kristni, vesturlöndum og stjórnarskránni okkar.“

Þrátt fyrir þessar upplýsingar, þá samþykkti mikill meirihluti borgarstjórnar Neumünster nýja leikskólann. 44 sögðu já, aðeins sex voru á móti og einn sat hjá.

Sharía innræting barna talin „menningarleg auðgun”

VIKZ mun fjármagna byggingu leikskólans en borgin greiðir 250.000 evrur fyrir tæki ásamt árlegan leigukostnað um 180.000 evrur. Babett Schwede-Oldehus, formaður félags- og heilbrigðisnefndar kristilegra demókrata CDU, sagði áður en atkvæðagreiðslan fór fram:

„Auk kristinna frumkvöðla verður núna einnig múslimskur frumkvöðull sem rekur leikskóla fyrir börn. Ég lít á það sem menningarlega auðgun.”

Einu flokkarnir sem greiddu atkvæði gegn leikskólanum voru Valkostur fyrir Þýskaland, AFD og Heimat Neumünster (áður NPD) sem hvor um sig hafa þrjú sæti í borgarstjórn. VIKZ hefur metnaðarfull áform um að opna leikskóla út um allt Þýskaland og þegar hafa nokkrir íslamskir leikskólar verið opnaðir í Berlín og Dortmund.

Fara efst á síðu