Seymour Hersh: Dagar Zelenskys gætu verið taldir

Samkvæmt hinum goðsagnakennda bandaríska rannsóknarblaðamanni, Seymour Hersh, eru sífellt háværari umræður í Washington um nauðsyn þess að bola Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, burtu frá völdum. Hersh telur að valdatíð Zelensky sé á leiðarenda og að Bandaríkin séu í kyrrþey að undirbúa hugsanlegan eftirmann – hershöfðingjann Valery Zaluzhnyi. Þetta gerist í ljósi vaxandi gremju yfir þróun stríðsins og þeirrar hugmyndar að leiðtogaskipti í Kænugarði séu forsenda friðarviðræðna við Rússland.

Hersh greinir frá því að hershöfðinginn Valery Zaluzhny, fyrrverandi yfirmaður Úkraínu og vinsælasta opinbera persóna landsins, hafi sagt „pattstöðu“ ríkja í stríðinu í viðtali við The Economist síðasta haust. Þremur mánuðum síðar rak Zelensky hann, vegna þess að hann leit á Zaluzhny sem ógn við sig að sögn Hersh. Zaluzhny var skipaður sendiherra í London sem hann sinnir lítið.

Valdabarátta

Að sögn Hersh líta bæði bandarískir og úkraínskir embættismenn á Zaluzhny sem trúverðugasta arftaka Zelensky. Margar heimildir í Washington sem þekkja til mála hafa sagt Hersh að Zaluzhny gæti tekið við forsetaembættinu innan fárra mánaða. Vitnað er í bandarískan embættismann sem segir:

„Ef Zelensky neitar að segja af sér, sem er líklegast, þá verður hann neyddur til að segja af sér. Boltinn er hjá honum.“

Hersh telur að Zelensky virðist skynja það sem er í gangi. Nýlega gerði hann skyndilega breytingar á ríkisstjórninni og skipti út bæði varnarmálaráðherra, forsætisráðherra og sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimild Hersh bendir þetta til þess að Zelensky sé „farinn að lesa viðvörunarmerkin.“

Hvað gerist næst veltur að miklu leyti á þolinmæði úkraínsku þjóðarinnar og mögulegum jarðskjálfta í Kænugarði. Hersh vitnar í bandarískan embættismann sem segir að „Zelensky ætli sér ekki að fara af fúsum og frjálsum vilja.“ Samkvæmt Hersh er áframhaldandi umræða í Bandaríkjunum um hvort CIA eigi að taka þátt í hugsanlegum valdaskiptum eða hvort Úkraínumenn ákveði það sjálfir.

Andar köldu milli Trumps og Zelensky

Það andar köldu milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Zelensky. Hersh heldur því fram að Trump hafi verið pirraður yfir því að Zelensky var í venjulegum hermannabúningi sínum í opinberri heimsókn í Hvíta húsið og líkti því við að „koma í náttfötunum.“ Á sama tíma hefur Trump skerpt tóninn opinberlega gegn Rússlandi. Margir rússneskir fréttaskýrendur draga í efa að Trump hafi breytt afstöðu sinni til Úkraínu.

Að sögn Hersh gegnir Trump lykilhlutverki:

„Donald Trump er birgir Zelensky og sá eini sem getur haldið stríðinu gangandi í Úkraínu. Hver hefur raunveruleg völd? Það er ekki Zelensky.“

Enginn í ESB fórnar sveitalífinu eða helgum í París til að styðja Zelensky

Hersh skrifar að Bandaríkin og Bretland hafi gögn sem sýna að Rússland hafi orðið fyrir gífurlegu tjóni – „allt að tveimur milljónum fallinna og særðra frá því að stríðið hófst.“ Bandarískur heimildarmaður segir ástandið óviðráðanlegt fyrir Pútín:

„Allir best þjálfaðir hermenn eru fallnir. Öll nútíma bardagaökutækin eru orðin að brotajárni. Þetta getur ekki haldið áfram.“

Eftir að hafa mistekist með vorsókn sem skilaði aðeins takmörkuðum árangri hefur Pútín, að sögn Hersh, skipt yfir í svipaða stefnu og Blitzen á London með stórfelldum loftárásum á úkraínskar borgir. En ólíkt Bretum undir stjórn Churchill eru íbúar Kænugarðs ekki sameinaðir undir stjórn Zelensky samkvæmt heimildarmanni Hersh.

Þegar heimildarmaður Hersh var spurður hvort möguleg leiðtogaskipti í Úkraínu myndu mæta mótspyrnu í Evrópu svaraði hann kaldhæðnislega: „Enginn í Evrópu mun fórna sveitalífi sínu og helgum í París til að styðja Zelensky.“

Pútín sagður fá „tækifæri til að bjarga andlitinu“

Hann gagnrýnir einnig viðleitni til að þjálfa úkraínska flugmenn til að fljúga bandarískum F-16 þotum. Samkvæmt heimild hefur þjálfunin mistekist: „Flugmennirnir lærðu að taka á loft en þeir vita ekki hvernig á að lenda.“

Hersh lýkur greiningu sinni með því að halda því fram að breyting á forystu í Úkraínu gæti gefið Pútín tækifæri til að „bjarga andlitinu“ í framtíðar friðarsamningi:

„Skilaboðin til Pútíns eru þau að hann geti enn sagt að hann hafi unnið ef Zelensky verður skipt út.“

Hersh hefur áður sakað úkraínska forsetann um spillingu, þar sem Zelensky sjálfur og innsti hringur hans eru sagðir hafa stolið milljörðum dollara af hjálparfé frá Bandaríkjunum. Meðal annars er sagt að lúxusbílar hafi verið keyptir fyrir peningana.

Fara efst á síðu