Eldri maður var dæmdur í tíu daga fangelsi í Sviss eftir að hafa neitað að borga sekt fyrir skrif á samfélagsmiðlum, þar sem hann staðfesti hina sjálfsögðu líffræði að kynin eru aðeins tvö – maður og kona. Þetta var talið mismunun og hvatning til haturs.
Málið varðar hinn 57 ára gamla Emanuel Brünisholz frá Burgdorf í kantónunni Bern og athugasemd sem hann skrifaði á Facebook í desember 2022. Brünisholz var að svara færslu eftir Andreas Glarner, meðlimi í svissneska þjóðarráðinu og þingmanni Svissneska þjóðarflokksins. Brünisholz skrifaði:
„Ef þú grefur upp LGBTQI fólk eftir 200 ár, þá finnur þú aðeins karla og konur út frá beinagrindum þeirra. Allt annað er geðsjúkdómur sem kynntur er í námskránni.“
Aðgerðarsinnarnir sem kærðu athugasemdina til lögreglu sögðu hana vera mismunun og hvatningu til haturs. Lögreglan rannsakaði, hvort færslan bryti gegn grein í svissnesku hegningarlögunum sem sett voru árið 1995 til að banna kynþáttafordóma og voru útvíkkuð til að ná einnig yfir kynhneigð og sjálfsmynd árið 2020.
Þegar Brünisholz var kallaður til yfirheyrslu í ágúst 2023 viðurkenndi hann að hafa skrifað færsluna og hélt því fram að hún væri hvorki kynbundin né kynþáttafordómafull. Brünisholz hélt því fram að hann hefði einfaldlega verið að benda á líffræðilega staðreynd mannskepnunnar sem stærsti hluti almennings væru sammála.
Ákærður og dæmdur
Yfirvöld voru hins vegar á annarri skoðun og Brünisholz var ákærður og síðar dæmdur til að greiða sekt. Saksóknarar héldu því fram að athugasemdin hefði „niðurlægt LGBTQI hópinn opinberlega vegna kynhneigðar á þann hátt að hún hafi brotið gegn mannlegri reisn.“ Einnig að Brünisholz hefði „að minnsta kosti haft endanlegan ásetning“ með skrifum sínum.
Brünisholz áfrýjaði dómnum, en héraðsdómstóllinn í Emmental-Oberaargau staðfesti dóminn í desember 2023 og bætti við nokkur hundruð frönkum til viðbótar í málskostnað. Brünisholz neitaði að greiða sektina upp á 500 franka var þá dæmdur til að afplána tíu daga í héraðsfangelsinu í Burgdorf í staðinn frá og með 2. desember 2025.
Fyrir Brünisholz er málið prinsípatriði og hann segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir að tjá skoðun á líffræði en ekki fyrir að kynda undir hatri.