Fyrrum fylkisstjóri Arkansas, Mike Huckabee, núverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael.
Í viðtali við Fox News gagnrýndi Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, evrópska leiðtoga harðlega fyrir að taka afstöðu með Hamas og leiðrétti hverjir það eru í raun og veru sem svelta fólk á Gazaströndinni:
„Geðveikin sem við erum að fást við núna er að það eru svo margar Evrópuþjóðir, svo margir Bandaríkjamenn, sem eru reiðir gagnvart Ísrael fyrir þjáningarnar á Gaza.
Það er ein ástæða fyrir þjáningunum á Gaza, það er sama ástæðan og 1200 manns sem voru myrtir þann 7. október. Það er sama ástæða og 250 manns voru teknir í gíslingu, 50 þeirra eru enn í gíslingu og pyntaðir og það er vegna Hamas. Hamas eru hryðjuverkasamtök og haga sér sem slík.“
Mike Huckabee heldur áfram:
„Allan þennan tíma hefur Ísrael gert allt sem það getur. Þeir hafa gert óteljandi tilboð til að fá gíslana látna lausa og binda enda á þetta.
Hamas gengur alltaf í burtu og segir alltaf nei.
Og af einhverri fáránlegri ástæðu eru Evrópubúar og fólk um allan heim að kenna Ísrael um þetta. Ég skil ekki hver rökstuðningurinn er en þetta heldur engan vegin vatni.“
Huckabee deildi upplýsingum um hungursneyð gíslanna sem Hamas hefur í haldi eftir að hryðjuverkasamtökin birtu óhugnanlegar myndir af gíslinum Evyatar David sem neyddur er til að grafa sína eigin gröf.