Sendiboði Trumps ásakar Merz fyrir að sýna „veikburða, vókuð viðbrögð“

Þjóðólfur greindi frá því í gær að tuttugu og eins árs gamall bandarískur ferðamaður var högginn í andlitið í hnífárás sýrlenskra innflytjenda í sporvagni í Dresden. Árásin hefur vakið mikla athygli bæði í þýskum og bandarískum fjölmiðlum og leiðir núna til harðrar gagnrýni Bandaríkjamanna á Friedrich Merz, kanslara Þýskalands.

Richard Grenell (á mynd t.v.), sérstakur sendiboði Trumps og fyrrverandi sendiherra í Berlín, hefur brugðist opinberlega við myndskeiði (sjá að neðan) af fórnarlambinu John Rudat sem hefur verið dreift á netinu. Grenell skrifar á X:

„Friedrich Merz verður að skilja að þýska þjóðin er orðin mjög þreytt á þessum veikburða, vókuðu viðbrögðum.“

Í eigin myndbandi, sem tekið var upp á sjúkrahúsinu eftir árásina í lestinni, segir Rudat:

„Ef þið haldið að Evrópa eigi ekki við innflytjendavandamál að stríða, sérstaklega Þýskaland, þá leyfið mér að upplýsa ykkur.

Fyrst þeir geta gert þetta við þýska fólkið og síðan verið látnir lausir eftir tólf klukkustundir, hvar eru lögin? Hvar er skipulagið? Ef Þjóðverjar verða að fylgja lögunum og skipulaginu en þetta fólk getur komið inn, veifað hnífum, meitt, misnotað og unnið voðaverk á almennum borgurum, hvað getum við gert?“

Fara efst á síðu