Samtök um karlaathvarf á Íslandi

Þjóðólfi hefur borist tilkynning um Samtök um karlaathvarf á Íslandi sem vinnur gegn heimilisofbeldi kvenna gagnvart körlum. Fram að þessu hefur allur málflutningur heimilisofbeldis verið á hinn veginn, að karlar séu með ofbeldi gagnvart konum.

Samtökin skrifa á Facebook:

– Mikið væri óskandi ef það væri ekki til neitt ofbeldi, en það er til mikils að vinna að heimilið sem á að vera öruggt skjól sé laust við allt ofbeldi.

Því miður hefur kastljósinu algjörlega verið beint frá helmingi ofbeldisþolenda, eingöngu vegna þess að þeir eru karlmenn. Það er ekki bara að sjónum hefur verið beint frá því ofbeldi, heldur líka kerfisbundið verið þaggað niður og öll umræða um það og komið í veg fyrir að karlþolendur geti leitað sé nokkurrar aðstoða á þeirra eigin forsendum.

Hér er saga umræðunnar á Íslandi og víðar mörg ár aftur í tímann. Þar sem við höfum ekki efni á að eyða miljónum í auglýsingar þá væri best ef þessu væri dreift sem víðast með vorvindunum. Svo má minna á bankareikning samtakanna: 0133-26-018849 og kennitölu 560119-2400.

Á heimasíðu samtakanna karlaathvarf.is má sjá ýmsan fróðleik um þessa hlið málsins sem ekki hefur verið svo mikill gaumur gefinn að hingað til.

Fara efst á síðu