Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað aðild Bandaríkjanna úr Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) vegna þess að hann og stjórn hans eru ekki fylgjandi alþjóðastofnunum sem eru andvígar Bandaríkjunum. Þetta viðhorf ætti að vera auðskilið, augljóst og óumdeilt.
Tilkynning Trumps þetta varðandi ætti því ekki að koma á óvart. Trump dró aðild Bandaríkjanna að UNESCO til baka árið 2017, þá sem nú vegna and-ísraelskrar og and-amerískrar hlutdrægni. Bandaríkin hættu fyrst þátttöku árið 1983. Þáverandi Bandaríkjaforseti Ronald Reagan sagði við það tækifæri að stofnunin „hafi pólitíkerað nánast hvert einasta málefni sem hún fjallar um. Hún er fjandsamleg gagnvart frjálsum samfélögum, sérstaklega frjálsum mörkuðum og frjálsum fjölmiðlum og fjárhagsleg þensla hennar er óheft.”
Meðal fyrstu embættisverka Trumps í janúar sl. var að láta gera athugun á hvort stefnumál UNESCO réttlættu þátttöku og fjárútlát Bandaríkjanna til stofnunarinnar. Í ljós kom að kærustu mál UNESCO––fjölbreytni, jöfn útkoma og inngilding (DEI) og stuðningur við hryðjuverkasamtök (Hamas) í Palestínu og einræðisstjórnir (Kína)––áttu lítið sameiginlegt með stefnumálum Bandaríkjastjórnar.
SÞ: pólitísk atvinnumálastofnun

Sameinuðu þjóðirnar hafa í áratugi átt við sama vandamálið að stríða, sem hefur aðeins farið versnandi. Stofnunin er andvíg Bandaríkjunum og vestrænum lýðræðisríkjum vegna ofureflis einræðisríkja innan stofnunarinnar, sem t.d. ráða alfarið yfir Alþjóðaglæpadómstólnum (International Criminal Court, ICC).
Dómstóllinn, sem er hápólitísk stofnun, var stofnaður fyrir tilstilli Samtakanna um íslamska samvinnu (The Organization of Islamic Cooperation eða OIC, næststærstu alþjóðleg samtök í heimi á eftir SÞ, með 57 aðildarríki, langflest þeirra undir einræðisstjórn harðstjóra). Hann er skilgetið afkvæmi and-ísraelsku stefnunnar og ein öflugasta málpípa Hamas hryðjuverkasamtakanna.
Þessi kengúrudómstóll á það sameiginlegt með öðrum stofnunum SÞ að vera pólitísk atvinnumálastofnun mönnuð ábyrgðarlausum, sjálfkjörnum prumphænsnum og pokaprestum á spenum vestrænna skattgreiðenda. Þessar Eurabísku stofnanir hafa allar sömu viðhorf og markmið; þær hata Bandaríkin og Ísrael, sem þær vilja útrýma.

Sá grundvallarmisskilningur liggur því miður að baki heimsmynd margra vestrænna borgara að allar stofnanir sem heita „SÞ“–eitthvað, séu starfræktar af englum – að bara vegna þess að einhver stofnun er hluti af Sameinuðu þjóðunum hljóti Guð að hafa stofnað hana. Fólk getur reynt að telja sér trú um að SÞ séu einhvers konar kumbaya heimsþing, en að láta sér detta til hugar að SÞ og stofnanir þeirra séu það sem þær segjast vera, er, eins og Douglas Murray orðar það, „grótesk, fráleit flokkunarvilla.“
UNESCO rétt eins og aðrar stofnanir SÞ––hvort sem um er að ræða Mannréttindaráðið, Alþjóðaglæpadómstólinn, UNHRC eða UNRWA––standa hvorki fyrir né stuðla að hagsmunum Bandaríkjamanna, svo hvers vegna ættu bandarískir skattgreiðendur að fjármagna þær? Þetta er góð spurning, sem Íslendingar, sem í ár munu punga út a.m.k. 730 milljónum ISK til SÞ, ættu að spyrja eigin stjórnvöld.

Íris Erlingsdóttir
Höfundur er fjölmiðlafræðingur
Áætlað heildarframlag Íslands til Sameinuðu þjóðanna 2025: (Grok)

ISK 606–727 milljónir árlega, sennilega meira vegna neyðar- eða sjálfviljugra framlaga frá Íslandi (sérstök og neyðarframlög til Gaza árið 2023: ISK 490 milljónir). Þetta er íhaldssamt mat, þar sem Ísland greiðir oft meira en samningsbundnar upphæðir sínar með sjálfviljugum framlögum.
Reglulegur rekstrarkostnaður: ISK 54 milljónir
Friðargæslukostnaður: ISK 105,5 milljónir
UNESCO (skyldubundið): ISK 21,2 milljónir
UNRWA: ISK 96 milljónir (auk neyðarframlaga)
UNDP og aðrir sameiginlegir sjóðir: ISK 145,4 milljónir (miðað við framlag til Loftslagsloforðsins/Climate Promise árið 2021, líklega svipað eða hærra)
Skyldubundin framlög til reglulegs fjárlaga Sameinuðu þjóðanna: ISK 61.4 milljónir. Nær yfir kjarnastarfsemi SÞ, stjórnunarkostnað og sérstök pólitísk verkefni.
Áætluð skyldubundin framlög til UNESCO: ISK 21.2 milljónir árlega. Ísland veitir einnig viðbótar sjálfviljug framlög til UNESCO verkefna.
Framlög til annarra stofnana og verkefna Sameinuðu þjóðanna: Miðað við stærð er Ísland umtalsverður stuðningsaðili að sameiginlegum sjóðum SÞ og tilteknum stofnunum:
UNRWA – Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn (nátengd Hamas hryðjuverkasamtökunum): Árið 2023 gaf Ísland ISK 194 milljónir til mannúðar- og verkefnastarfsemi, þar á meðal margra ára samning (2024-2028), sem eykur árleg framlög úr ISK 25 milljónum í ISK 110 milljónir.
Sérstök „neyðarframlög “ árið 2023: ISK 155 milljónir í október og nóvember 2023. „Neyðarframlög til Gaza“ frá október 2023: ISK 140 milljónir (í gegnum UNRWA, Alþjóðabankann og ICC (Alþjóðlega glæpadómstólinn), samtals ISK 295 milljónir.
Árið 2025 staðfesti Ísland snemmbúna útborgun á framlagi sínu til UNRWA, líklega viðhaldið eða meira en hinar samningsbundnu ISK 110 milljónir árlega.
UNDP – Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna:
2021: ISK 150 milljónir til Climate Promise frumkvæðis UNDP fyrir „loftslagsaðgerðir í viðkvæmum löndum.“
UNFPA – Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna:
Árið 2017 þrefaldaði Ísland framlög sín til UNFPA (nákvæmar tölur óþekktar). Framlögin studdu „mæðraheilbrigði og herferðina til að binda enda á fistil („fistill: óeðlileg tenging milli hols líffæris og yfirborðs eða tveggja holra líffæra.“ Íðorðabanki).
Áætlað árlegt framlag (eftir hækkun 2017): Líklega á bilinu ISK 60–120 milljónir, byggt á mynstri Íslands að auka stuðning.
Græni loftslagssjóðurinn:
Ísland tvöfaldaði framlag sitt til Græna loftslagssjóðsins fyrir 2021-2025, samtals ISK 250 milljónir yfir tímabilið, eða ISK 50 milljónir árlega.
Önnur framlög: Ísland styður stofnanir eins og UNICEF, UNFPA, UN Women, UNHCR og WFP, þótt tölur fyrir 2025 séu ekki tiltækar.
Söguleg gögn benda til þess að framlög til þessara stofnana séu á bilinu ISK 12,1–61 milljón á stofnun árlega eð ISK 121–242 milljónir (mat byggt á fyrri framlögum)
Ísland er þekkt sem einn stærsti stuðningsaðili sameiginlegra sjóða SÞ.
