Sálfræðilegur hernaður WHO að lýsa yfir „heimsfaraldri” vegna apabólu

Prófessor Bret Weinstein. Mynd ©  Gage Skidmore (CC 2.0)

Viðvörun um apabólu eða „mpox”eins og WHO velur núna að kalla hinn nýja „hræðilega sjúkdóm X,” er sálfræðileg hernaðaraðgerð. Það fullyrðir Bret Weinstein, fyrrverandi prófessor í þróunarlíffræði, í færslu á X (sjá neðar). Að sögn Weinstein er afkoma hins vestræna heims háð því að hægt verði að stöðva þessa tegund skipulagðrar hræðsluárása á heilsuvitund fólks.

Bill Gates fjármagnar glóbalistastofnunina WHO. Á miðvikudag lýsti WHO yfir „alþjóðlegu neyðarástandi í heilbrigðismálum” vegna apabólu eða sjúkdómnum „mpox.“

Fjölmiðlar glóbalismans brugðust fljótir við yfirlýsingu WHO í öllum heiminum. Það sama gerðu sænsk yfirvöld eins og sænska lýðheilsustöðin og stjórnarráðið. Degi síðar uppgötvaðist fyrsta tilfellið af „mpox” í Svíþjóð – fyrsta tilfellið í heiminum fyrir utan Afríku – frétt sem almennir fjölmiðlar flugu með upp í þakrjáfur.

Sænskir fjölmiðlar kalla til sína „sérfræðinga“ eins og Matti Sällberg sem segir meðal annars í Aftonbladet, að það sé mikil „hætta á útbreiðslu á heimsvísu.“ Svo núna þarf því að framleiða „bóluefni,” þ.e.a.s. framleiða apabólu-bóluefni í nægjanlega miklu magni. Byrjið að „bólusetja“ áhættuhópa er sagt. Mpox getur nefnilega náð „gríðarlegri útbreiðslu á heimsvísu” segir Aftonbladet.

Einn aðili sem er ekki að kaupa þessa nýju samtengdu heilsuviðvörun – með WHO á toppnum – er Bret Weinstein, fyrrverandi prófessor í þróunarlíffræði.

Í færslu á X-inu kallar hann apabólu ekki bara smitsjúkdóm heldur „psyop“ þ.e. a.s. sálfræðilega hernaðaraðgerð „phsycological operation.” Enn fremur heldur Weinstein því fram:

„Ef við ætlum að bjarga bandaríska lýðveldinu og Vesturlöndum, þá verðum við að rústa sérhverju skipulagi og stofnun sem notfærir sér hræðslu við sjúkdóma til að brjóta á réttindum okkar.”

Fara efst á síðu