Trumpheilkennið hrjáir Staffan I Lindberg prófessor við háskólann í Gautaborg. Hann segir framtíðina afar dökka með endurkomu Donald Trumps í Hvíta húsið. Í samtali við Dagens Nyheter segir Staffan að lýðræðið í Bandaríkjunum muni með 99% vissu hrynja á næstu fjórum árum.
Staffan Lindberg er yfirmaður alþjóðlegu lýðræðisrannsóknarstofnunarinnar „V-Dem.“ Hann segir við DN.
„Ég tel að ég geti sagt með næstum 99% vissu, að lýðræðið verði jarðað í Bandaríkjunum með Trump sem forseta.“
Hann lýsir þróun þar sem Donald Trump hefur þegar styrkt tök sín á Repúblikanaflokknum og fyllt þingið með dyggum stuðningsmönnum sínum. Lindberg bendir á niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forsetinn hafi friðhelgi fyrir ákærum. Einnig bendir hann á áætlanir Trumps um að „hreinsa burtu“ allt andóf innan dómsmálaráðuneytisins. Staffan I Lindberg segir við DN:
„Það eru nánast engir öryggisveggir eftir.“
Trump „hættulegasti maður heims“
Ótti Svía við Trump er mikill. Núverandi umdeildur formaður sænska knattspyrnusambandsins og fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, sagði nýlega „að Donald Trump væri hættulegasti maður heims.“