Sænskur blaðamaður heiðrar Charlie Kirk með skólafundi – „Það eru aðeins til tvö kyn“

Íhaldssami fréttamaðurinn og álitsgjafinn Nick Alinia í Svíþjóð skipulagði umræður í Stokkhólmsháskóla nýlega til minningar um bandaríska rökræðumanninn Charlie Kirk, sem myrtur var fyrr í haust. Alinia valdi sem umræðuefni: „Það eru aðeins til tvö kyn.“ Hann lítur á fundinn sem mótvægi við þá vinstri-frjálslyndu stefnu sem hann telur ráða ríkjum í menntakerfinu í Svíþjóð í dag.

Útiumræðan fór fram á háskólasvæði Stokkhólmsháskóla á svipaðan hátt og Charlie Kirk hélt vinsælar háskólaumræður sínar í Bandaríkjunum.

Kirk var þekktur fyrir að fá nemendur til að taka þátt í stjórnmálalegum og félagslegum umræðum, oft með því að fjalla um umdeild efni en Kirk sem var trúaður kristinn íhaldsmaður tók oft upp spurningar um tjáningarfrelsið og mál sem tengjast kyni og sjálfsmynd.

Alinia kaus að fylgja þessari nálgun og láta þátttakendur ræða efnið „það eru aðeins til tvö kyn sem hvatti bæði til spurninga, samræðna og samskipta meðal ungu kynslóðarinnar. Hann leit á viðburðinn sem aðferð til að gefa nemendum og almenningi tækifæri til að ræða kynjamálin.

Vonandi fáum við einhvern sem fetar í sömu fótspor á Íslandi, það er full þörf á slíku sérstaklega þegar hefðbundnu fjölmiðlarnir flytja mest litlar sem engar fréttir eða þá hreinlega falsfréttir af slíkum málum.

Fara efst á síðu