Nú orðið er það aðskilnaðarstefna og argasti dónaskapur að óska Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! Ekki má lengur ylja hjartaræturnar með vinskap og samgleðjast yfir ljósi í myrkrinu með öðru fólki, hvað þá fagna fæðingu frelsarans. Alla vega ekki hjá ríkisfyrirtækinu Sænskt stál hf. Fyrirtækið sendi nýlega starfsfólkinu bréf og bað það um að hætta öllu slíku þessi jól og í framtíðinni.
Vertu sameinaður – „inclusive“ og forðastu að óska samstarfsfólki þínu Gleðilegra jóla skrifar stálfyrirtækið SSAB í ákalli til starfsmannanna. SSAB hefur tæplega 15 þúsund starfsmenn í 50 löndum með framleiðslu í Svíþjóð, Finnlandi og Bandaríkjunum. Carrie Krauss, yfirmaður alþjóðlegrar nefndar fyrirtækisins um sameiningu og fjölbreytileika fyrirtækisins er höfundur ákallsins. Hún skrifar:
„Þegar vetrarfríið nálgast er venjan að óska öllum „Gleðilegra jóla.“ Hins vegar er þessi árstíð rík af hátíðum mismunandi menningarheima og trúarbragða. Til að sýna samstöðu með mismunandi tegundum hátíðahalda getum við í staðinn sagt Góða helgi.“
„Það er mikilvægt að skilja að félagar okkar halda upp á mismunandi hátíðir. Desember er mánuður með mörgum mismunandi menningarlegum, trúarlegum og veraldlegum hátíðisdögum sem haldið er upp á í öllum heiminum. Með því að segja „Góða helgi“ eða segja bæði „gleðileg jól og góða helgi“ getum við tryggt að öllum finnist þeir vera með og virtir burtséð frá því, hverju þeir trúa.“
Hættið að vera vorkenningarfíklar!
Starfsmenn stálfyrirtækisins hnýta í stjórn fyrirtækisins og segja aðra hluti mikilvægari en að vera „vorkenningarfíkill“ við erlenda starfsmenn. Einn starfsmaður segir í viðtali við TV4:
„Við höfum – mætti segja þrjá innflytjendur í vinnunni. Stjórn fyrirtækisins ætti kannski að leggja sig meira fram við að ráða minnihlutahópa en að halda sýnikennslu í vorkenningarfíkn sinni. Enginn er hissa á þessu uppátæki þeirra. Þeir ættu frekar að sjá til þess í staðinn, að starfskonur fá betri vinnuföt og skápaherbergi.“
Svíþjóðardemókratar: Í Svíþjóð óskum við Gleðilegra jóla! Punktur.
Svíþjóðardemókratar og margir með þeim eru æfir af reiði yfir tiltæki stálrisans. Flokkurinn skrifar á samfélagsmiðlum:
„Við lifum á tímum þar sem við verðum af öllum krafti að standa vörð um sænska menningu og hefðir. Að hlutafélag í ríkiseigu eins og SSAB leggi til að „Gleðileg jól“ verði skipt út fyrir „Góða helgi“ til að enginn verði undanskilinn er ekkert annað en svik við okkar eigin menningu. Við eigum ekki að aðlaga okkur að þeim sem neita að hefðum okkar. Þeir sem eru hér ættu í staðinn að bera virðingu fyrir sænsku jólunum og menningararfi. Í Svíþjóð óskum við Gleðilegra jóla! Punktur.“