Í vikunni bauð sænska sjónvarpið inn glæpasérfræðingnum Leif GW Persson ásamt Johan Pehrson, formanni Frjálslynda flokksins, til að ræða af hverju börn verða að glæpamönnum á mjög ungum aldri og jafnvel morðingjar frá 11 ára aldri. Leiðtogi Frjálslynda flokksins og núverandi menntamálaráðherra Svíþjóðar kom með klassískar pólitískar rétttrúnaðarskoðanir eins og venjulegt er í opinberu umræðunni. En í þetta sinn molaði Leif GW Persson rétttrúnaðinn og sópaði undir teppið. Hann benti á, að stjórnmálamenn neita yfirleitt að ræða málið á grundvelli staðreynda og öll umræðan sé verulega þögguð niður varðandi erfðafræðilega og þjóðernistengda hlið ofbeldisglæpanna.
Leif GW Persson sagði að forðast væri að nefna tvær skýringar á glæpaþróuninni í Svíþjóð sem segðu engu að síður mjög margt. Hann sagði:
„Ein fjallar um erfðatengslin sem eru sterkari en félagslegu tengslin. Fólk má ekki ræða um það. Sömuleiðis eru þjóðernistengslin mjög sterk þegar kemur að alvarlegri skipulagðri glæpastarfsemi í jaðarsettum úthverfum.“
Forðast það sem gæti orðið til trafala
GW fór einnig í gegnum þær afbrotafræðilegu rannsóknir sem stöðugt útskýra ofbeldið með félagslegum og efnahagslegum þáttum. Hann mat afbrotafræðinga á eftirfarandi hátt:
„Þeir hafa sko ekki verið með nein háleit markmið. Ekki vegna þess að þeir vissu ekki um það, heldur vegna þess að þeir reyna að forðast það sem gæti valdið þeim vandræðum.“
Johan Pehrson, menntamálaráðherra, lagði í staðinn áherslu á mikilvægi skólans. En GW var ekki hrifinn af þeirri röksemdafærslu og gagnrýndi lögregluna:
„Til dæmis væri hægt að byrja á því að hafa virk lögreglusamtök. En það er ekki gert.“
Menntamálaráðherrann aðhlátursefni
Þegar menntamálaráðherrann kom með þá hugmynd að ríkið ætti að taka börn glæpamanna með valdi frá þeim strax á fæðingardeildinni, þá fékk GW nóg:
„Þetta er óvenjuheimsk staðhæfing. Hverjum dettur eiginlega svona þvælu í hug?“
GW komst að þeirri niðurstöðu að hann og Johan Pehrson væru ekki sammála um neitt. „Það gleður mig“ sagði GW að lokum.