Sænski erkibiskupinn biður fyrir Bandaríkjamönnum: „Vegna þeirra hremminga sem í vændum er“

Sænska elítan er í sjokki eftir kosningaúrslitin í Bandaríkjunum. „Mikilmenni“ frá hægri til vinstri keppast við að grenja um misskipti jarðarbúa eftir að Trump var kjörinn forseti. Reinfeldt fv. forsætisráðherra Svíþjóðar segir digurbarkalega að „Trump sé hættulegasti maður heims.“ Ulf Kristersson núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar segist hafa óskað Trump til hamingju með sigurinn en segir við Svía, að þetta sé sérlega „hættuleg þróun.“ Allir sænsku stjórnmálaflokkarnir eru með buxurnar niðri, svo mikil áhrif hefur sigur Trumps í Svíþjóð. Núna gengur til og með sænska kirkjan með í samfylkinguna gegn Trump. Martin Modéus erkibiskup skrifar í færslu að sænska kirkjan „biðji fyrir bandarísku þjóðinni vegna þess tíma sem í vændum er.“

Sænsku kirkjunni er stjórnað af pólitískt skipuðu kirkjuráði og hefur ítrekað verið gagnrýnd fyrir að hafa verið tekin í gíslingu af vinstri mönnum. Þegar erkibiskupinn fékk þær fréttir í morgun, að Trump hefði unnið forsetakosningarnar í Bandaríkjunum varð honum brátt í brók og birti eftirfarandi færslu meðal annars á Facebook og X:

„Guð, við biðjum fyrir bandarísku þjóðinni, um útréttar hendur á þeim tíma sem í vændum er… Hjálpaðu okkur öllum að leita friðar og skilnings, jafnvel þegar við erum ósammála.“

Erkibiskup sósíaldemókrata

Færslan hefur vakið mörg viðbrögð í athugasemdafærslum. Mira Aksoy, fyrrverandi starfsmaður miðilsins Samnytt, spyr hvort Modéus sé erkibiskup fyrir sænsku kirkjuna eða fyrir sósíaldemókrata.

Chris Forsne, fyrrverandi blaðamaður sænska sjónvarpsins SVT segir, að það sé vegna manna eins og Modéus sem fólk flýi sænsku kirkjuna.

Fara efst á síðu