Þegar Donald Trump frysti bandaríska fjárhagsaðstoð í gegnum USAID sem meðal annars runnu til fjölmiðla og samtaka George Soros, þá tekur Svíþjóð yfir hluta fjármögnunarinnar í staðinn á kostnað sænskra skattgreiðenda. Sænska ríkisstjórnin tilkynnir að hún muni veita 70 milljónir sænskra króna í nýjan stuðning við blaðamenn í neti rannsóknarblaðamanna gegn spillingu, OCCRP, sem Soros fjármagnar, en það fékk áður stóran hluta af peningum til rekstursins frá Bandaríkjunum.
Sænska ríkisstjórnin hafði áður hlaupið í skarðið og styrkt fóstureyðingar í Afríku eftir að fjársendingar frá USAID hættu. Núna er hið sama uppi á teningnum varðandi svo kallaða „frjálsa og óháða fjölmiðla.“
Sænska ríkisstjórnin greiðir fyrir skert framlag USAID til OCCRP og annarra svo kallaðra „frjálsra félagasamtaka“ og „hjálparstofnana“ sem einnig eru fjármögnuð af Open Society Foundation sem Soros rekur. Benjamin Dousa þróunarsamvinnuráðherra Svíþjóðar segir að „mikilvægt sé að efla tjáningarfrelsi og lýðræði.“
Samkvæmt sænska utanríkisráðuneytinu hefur OCCRP gegnt lykilhlutverki til að búa til gögn sem notuð eru til að réttlæta viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sérstaklega í Úkraínu, þar sem netið er mjög virkt. Meðal annars er verið að „sporna gegn rangfærsluherferðum Rússa.“
Fyrri aðstoð Bandaríkjanna í gegnum USAID nam meira en þriðjungi af fjármögnun OCCRP, en hefur nú verið hætt. Í staðinn eru sænskir skattgreiðendur tilneyddir að hlaupa í skarðið og styðja samtök Soros.
Svíþjóð hefur nú þegar eitt stærsta hjálparstarf í heimi fyrir „óháða“ fjölmiðla erlendis og er, samkvæmt sænskum stjórnvöldum, þriðji stærsti fjármögnunaraðilinn á heimsvísu. Heildarstuðningur við „lýðræði og mannréttindi“ nam 6,6 milljörðum sænskra króna árið 2024, sem var fjórðungur af heildarfjárveitingu þróunaraðstoðar Svíþjóðar í gegnum þróunarstofnunina Sida. Samkvæmt sænska utanríkisráðuneytinu er markmiðið að styrkja lýðræði í löndum þar sem „kúgandi umhverfi“ ríkir.