Sænska ríkisstjórnin: Svíþjóð fyrsta skotmarkið í þriðju heimsstyrjöldinni

Í stríðsatburðarás sem sænska ríkisstjórnin hefur tekið fram verður stjórnmála- og herforystu Svíþjóðar „eytt“ af Rússum og gríðarlegur fjöldi óbreyttra borgara drepinn ásamt því að innviðir Svíþjóðar verða sprengdir í tætlur. Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, hafnar alfarið öllum friðsamlegum lausnum við Rússa. „Það er Rússland sem ræðst á og hertekur önnur lönd“ segir hann.

Eftir að hafa komið Svíþjóð inn í Nató, þá útlistar sænska ríkisstjórnin hver þátttaka Svía í framtíðar stórstríði gegn Rússlandi verður undir forystu Bandaríkjanna . Í skýrslunni „Hnyklum vöðvana“ (Kraftsamling sjá pdf að neðan) hefur ríkisstjórnin tekið fram það sem Carl-Oskar Bohlin, almannavarnaráðherra kallar „áður óhugsandi atburðarás eins og aukinn viðbúnað og að lokum stríð.“

Því er slegið föstu að aðild Svíþjóðar að Nató þýði að Svíþjóð geti orðið fyrsta skotmark Rússlands. Í skýrslunni segir:

„Stærri átök gætu hafist með árás á Svíþjóð. Árás gæti einnig stefnt að því að koma í veg fyrir að Svíþjóð aðstoði aðra bandamenn.“

Ráðherrar og aðrar lykilpersónur „teknar úr leik“

Pål Jonson varnarmálaráðherra leggur áherslu á í nýju viðtali við Studio Ett, að eini óvinurinn sem kemur til greina í þessari atburðarás er Rússland. Varnarmálaráðherrann segir:

,Ekki fyrst og fremst, heldur einvörðungu. Rússland er eini mikilvægi andstæðingurinn fyrir Svíþjóð. Þannig er það og það er líka mat Nató.“

Í skýrslunni er meðal annars lýst, hvernig „lykilstarfsmenn í öllu samfélaginu verða teknir úr leik“ ef til stríðs kemur. Pål Jonson vísar til þess að Rússar eru sagðir hafa haft slíkar áætlanir um Úkraínu:

„Þetta eru lykilmenn í allsherjarvörninni, þar á meðal ráðherrar og fulltrúar ríkisstjórnarinnar.

Miðað við Úkraínustríðið stemmir þetta illa, því bæði Úkraína og Rússland hafa varast að ráðast á stjórnmálaforystu hvors ríkis. Þegar stríðið í Donbass braust út árið 2014 mátti jafnvel sjá Vladimir Pútín og þáverandi forseta Úkraínu, Petro Poroshenko, spila fótbolta saman á meðan hermenn þeirra voru að drepa hvern annan í Luhansk og Donetsk.

Hrun Svíþjóðar, mannúðar- og flóttamannakreppa

Sænsk stjórnvöld búast við gríðarlegu mannfalli óbreyttra borgara og hrikalegar afleiðingar fyrir innviði landsins eins og húsnæði og skóla, sem gætu orðið fyrir sprengjum í komandi stríði. Yfirvöld hafa farið fram á við útfararstjóra um allt land að gerðar verða tilbúnar grafir fyrir hálfa milljón Svía sem hægt verður að jarða í skyndi. Að auki geta óbreyttir borgarar neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna átakanna eða af mannúðarástæðum sem gæti leitt til mikillar innri flóttamannakreppu í Svíþjóð. Mikilvægar greinar eins og heilbrigðisþjónusta, samgöngur, raforka og vatnsveitur gætu orðið óvirkar sem skapaði mikla mannúðarkreppu. Þá gætu stafræn samskipti lagst niður.

Að sögn varnarmálaráðherrans er algjörlega útilokað að fara að vinna að friði eða friðsamlegum diplómatískum tengslum við Rússland. Það er ekki enginn valkostur fyrir sænsku ríkisstjórnina. Pål Jonson segir í Studio Ett:

„Hér er það Rússland sem ræðst á og hertekur önnur lönd og brýtur kerfisbundið alþjóðalög. Rússar hafa ekki sýnt neinn vilja til stjórnmálaviðræðna og sátta. Besta leiðin til að lifa í friði er að byggja upp sterkari getu til hernaðarfælingar í þessu alvarlega ástandi .“

Fara efst á síðu