Sænska ríkisstjórnin er eins og skoppandi ESB-kringla – hyllir bann við bensínbílum ár 2035

Romina Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra Svíþjóðar hyllir bann ESB á sölu nýrra bensínbíla ár 2035.

Sænska ríkisstjórnin krefst þess að ESB viðhaldi sölubanni sínu á nýjum bensínbílum frá 2035. Mörg stór Evrópuríki hafa krafist þess að þeim áætlunum verði breytt í ljósi „rafbíladauðans.“

Ítalía, Tékkland og Slóvakía eru meðal þeirra ríkja sem vilja afnema bann ESB á nýjum bensínbílum og innan ESB-þingsins er mikil andstaða íhaldssamra flokka sem fordæma bannið og segja það óraunhæft og ójarðtengt.

En sænska ríkisstjórnin dregur taum loftslagslyginnar og hyllir eyðileggingu frjálsrar samkeppni með banni ESB. Krefst sænska ríkisstjórnin að ESB standi fast við inngrip stjórnmálamanna í frjálsan markað og láti bann grænu kommúnistanna standa eftir tíu ár.

Romina Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra Svíþjóðar sagði eftir fund umhverfisráðherra ESB í Brussel á þriðjudag samkvæmt Allt um elbil:

„Við munum gera allt sem við getum til að tryggja að þessari sterku löggjöf verði ekki breytt.“

Ríkisstjórn Svíþjóðar krefst þess einnig, að öll ESB-ríki verði „loftslagshlutlaus“ fyrir árið 2050.

Fara efst á síðu