Gervigreindarmynd af Grok: Trump, krónprins bin Salman og Pútín.
Friðarviðræður Rússlands og Bandaríkjanna ganga mun hraðar en margir bjuggust við og svo virðist sem nýr sögulegur áfangi bætist daglega við. Utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu vísar til símtals Donald Trumps Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútíns, leiðtoga Rússlands, og staðfestir að ríkið sé tilbúið að halda friðarfund þeirra til lausnar Úkraínudeilunnar hjá sér.
Trump býst við að hitta Pútín í Sádi-Arabíu „í ekki allt of fjarlægri framtíð“ en sagði síðar að hann muni ekki hitta Pútín í næstu viku í Sádi-Arabíu, þrátt fyrir að sögur um slíkt gangi á samfélagsmiðlum. Engin ákveðin dagsetning hefur enn verið ákveðin fyrir leiðtogafundinn.
Ukrainska Pravda greindi frá því að Sádi-Arabía vísi í símtal Trumps og Pútíns þann 12. febrúar 2025 og fagni að leiðtogafundurinn verði haldinn í Sádi-Arabíu. „Sádi-Arabía ítrekar áframhaldandi viðleitni til að ná varanlegum friði milli Rússlands og Úkraínu.“
#Statement | The Kingdom of Saudi Arabia commends the phone call that took place between President Donald J. Trump, President of the United States of America and President Vladimir Putin, President of the Russian Federation on 12 February 2025, and the announcement regarding the… pic.twitter.com/wrccgdrwQx
— Foreign Ministry 🇸🇦 (@KSAmofaEN) February 14, 2025
Gömlu „hlutlausu“ samningastaðirnir í kalda stríðinu eins og Sviss eða Vín í Austurríki henta ekki lengur, þar sem ESB hefur dregið alla álfuna í átakastöðu gegn Rússlandi.
Greint hefur verið frá því að bæði Rússar og teymi Trumps líti á Sádi-Arabíu eða Sameinuðu arabísku furstadæmin sem áskjósanlegan stað fyrir friðarfund Trumps og Pútíns.

Zelenský segist vera skilinn eftir út undan. Hann sagðist ætla að heimsækja Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabíu og Tyrkland á næstu dögum en segist ekki ætla að eiga neina fundi með fulltrúum Rússlands eða Bandaríkjanna.
NEW – Zelensky says Ukraine has not been invited to the U.S.-Russia meeting in Saudi Arabia next week.pic.twitter.com/NQ51rZVSix
— Disclose.tv (@disclosetv) February 15, 2025