Sachs: Úkraínustríðið á barmi stórstyrjaldar

Úkraínudeilan og ógeðfellt hatur gegn Rússlandi er komið að mörkum þess að geta fljótlega leitt til gríðarlega „eyðileggjandi stórstríðs.“ Bandaríski prófessorinn Jeffrey Sachs varar núna við þessu. Evrópskir stjórnmálamenn eru nefnilega ófærir um að takast á við ríkjandi aðstæður á þroskaðan og skynsamlegan hátt.

Í viðtali við Glenn Diesen (sjá YouTube að neðan) fær prófessor Jeffrey Sachs meðal annars spurninguna um hvernig evrópskir stjórnmálamenn líta í raun og veru á stríðið gegn Rússlandi, því hann þekkir marga þeirra.

Samkvæmt Sachs er ekki hægt að eiga raunverulegar umræður við leiðtoga Evrópu. Einn þeirra gekk í burtu, þegar Sachs nefndi málið:

„Leiðtogarnir taka ekki þátt í raunverulegri umræðu. Þeir ræða þetta ekki opinberlega. Þeir eru ekki að taka þátt í neinum umræðum. Einn gekk bara í burtu þegar ég vakti athygli á þessum atriðum. Það er ekki þannig sem maður hagar sér ef maður ætlar að gera heiminn öruggari.

Sachs hefur áhyggjur af því að ástandið sé núna að stigmagnast í stórstríð:

„Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að einhver mistök muni setja í gang óafturkræfa atburðarás.

Vesturlöndin öskra af hatri í garð Rússa. Í fullkominni og ótrúlega grófri Rússafóbíu. Það er greinilega engin tilraun gerð til að skilgreina það sem er að gerast. Þetta er algjörlega óheiðarlegt frá sögulegu sjónarhorni. Litið er fram hjá öllum staðreyndum sem leiddu okkur til þessa stríðs. Þetta er stöðugt hatur.“

Samkvæmt Sachs getur einhvers konar atburður valdið því að allt ástandið stigmagnast hratt. Og það væri ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Mörg stríð byrja þannig.

„Blint hatur getur leitt til eins atburðar, sem leiðir til annars atburðar, sem leiðir til annars atburðar…. Eyðileggjandi stríð gæti fljótlega verið yfirvofandi. Við færumst hraðar og hraðar nær hyldýpinu.“

Horfðu á allt viðtalið hér að neðan:

Fara efst á síðu