Rússnesk orrustuþota send til að hindra að Nató stöðvi skip á Eystrasalti – Myndband

Fyrr í vikunni sendi Rússland orrustuþotu til að grípa inn í tilraun Eista til að þröngva skipi á leið til Rússlands inn í eistneska lögsögu. Þetta er í fyrsta skipti sem Rússland bregst hernaðarlega við auknum aðgerðum Nató-ríkja gegn kaupskipum á leið til eða frá höfnum landsins.

Þriðjudagskvöldið 13. maí s.l. siglir olíuskipið Jaguar, sem einnig er þekkt sem Argent, undir gabonskum fána og er á leið inn í Finnlandsflóa í átt að Sankt Pétursborg. Skipið er á alþjóðlegu hafsvæði.

Þegar olíuflutningaskipið, sem er næstum 250 metra langt, er norðvestur af Tallinn, höfuðborg Eistlands, birtist varðskipið EML Raju skyndilega ásamt eistneskri þyrlu og njósnaflugvél sem flaug lágt yfir skipinu.

Reyndu að neyða skipið að breyta um stefnu

Olíuskipið sigldi áfram austur í átt að Rússlandi. En Eistar vilja að það beygi og fari í suðurátt inn í landhelgi Eistlands. Á myndbandi hér að neðan sem er tekið upp í olíuskipinu heyrist rödd segja í talstöðinni:

„Þetta er eistneska herskipið Papa 6732. Beiðni ykkar er hafnað! Fylgið leiðbeiningum mínum! Breytið stefnunni í 1-0-5 strax! Komið!“

Í síðasta mánuði átti gerðist svipað atvik, þegar olíuflutningaskipið Kiwala, sem var á leið til Ust-Luga, um fimmtán mílur vestur af Sankt Pétursborg, var tekið af Eistlandi úti á Finnlandsflóa.

Og fyrr á þessu ári lagði Þýskaland hald á skipið Eventin, sem er skráð í Panama, og var hlaðið rússneskri olíu að verðmæti um 450 milljóna króna. Rússar segja báðar þessar aðgerðir sambærilegar og sjórán.

Svarað með orrustuþotum

En áhöfnin um borð í Jaguar vill ekki breyta um stefnu. Skipið heldur áfram austur á bóginn, þrátt fyrir tilraunir Eista til að þröngva skipinu inn í eistneska landhelgi.

Það er á þessum tímapunkti sem rússnesk SU-35 orrustuþota birtist skyndilega á himninum. Eistneski herinn skrifar í frétt á vefsíðu hersins:

„Að kvöldi þriðjudags 13. maí fór rússnesk SU-35 orrustuþota frá rússneska flughernum inn í eistneska lofthelgi án leyfis á svæðinu í kringum Juminda-skaga. Flugvélin var í eistneskri lofthelgi í minna en mínútu.“

Enn fremur segir:

„Orrustuþotan hafði enga flugáætlun og slökkt var á sendinum. Þegar brotið átti sér stað hafði flugvélin heldur ekki tvíhliða samskipti við eistnesku flugumferðarstjórnina.“

Eistneski herinn minnist ekki á að rússneska SU-35 flugvélin var send í loftið í kjölfar tilraunar eistneska hersins til að ná tökum á skipi á alþjóðlegu hafsvæði.

Breski listinn yfir viðskiptaþvinganir

Olíuskipið Jaguar er sakað um að vera hluti af svo kölluðum skuggaflota Rússa. Fjöldi skipa sem sigla fyrir hönd Rússlands, en undir fána annars ríkis. Og síðastliðinn föstudag, fjórum dögum áður en Eistar reyndu að taka það, var skipinu bætt á viðskiptabannlista Bretlands.

Skipið er þó ekki á viðskiptabannlista ESB. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands, vísar til og skrifa á samfélagsmiðlum um að eistnesk yfirvöld hafi kosið að byggja ákvörðun sína á breska viðskiptabannlistanum.

Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Estlands..

Margus Tsahkna fordæmir íhlutun Rússa gegn tilraun Eista til að taka skipið og segir að rússneski sendiboðinn hafi verið kallaður í utanríkisráðuneyti Eistlands til að taka á móti formlegum mótmælum.

Rússland hefur ekki haft sendiherra í Eistlandi síðan í janúar 2023, þegar þáverandi sendiherra, Vladimir Lipayev, var rekinn úr landi.

Portúgalskar F-16 flugvélar

Viðureign Eistlands og Rússlands á þriðjudagskvöldið hefur leitt til þess að Eistland hefur óskað eftir aðstoð portúgalskra F-16 þota. Frá því í mars á þessu ári hafa fjórar portúgalskar F-16 flugvélar verið staðsettar á Ämari flugstöðinni í norðurhluta Eistlands.

Nærvera rússnesku orrustuþotunnar þýddi að Eistar hættu við að neyða olíuskipið að breyta um stefnu. Olíuskipið gat því haldið áfram inn í rússneskri lögsögu.

Tilraun Eistlendinga til að taka olíuflutningaskipið gerist samtímis og stór alþjóðleg heræfing fer fram í Eistlandi. Um tíu Nató-ríki, þar á meðal Svíþjóð, taka núna þátt í æfingunni Hedgehog 2025.

Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Finnland, Danmörk, Portúgal, Pólland og Lettland taka einnig þátt í æfingunni. Japan sem ekki er Nató-ríki, tekur einnig þátt í æfingunni.

Fara efst á síðu