Rússland flytur sprengjuþotur fjær landamærum Úkraínu

Rússnesk sprengjuþota af gerðinni Tupolev PAK-DA.

Eftir umræður um að Zelensky fái „leyfi” Bretlands og Bandaríkjanna til að ráðast á Rússland með langdrægum eldflaugum þeirra, þá hafa Rússar flutt um 90% af sprengjuþotum sínum frá flugvöllum sem slíkar eldlfaugar ná til. Frá þessu greinir New York Times.

Eftir fundahöld og umræður leiðtoga Breta og Bandaríkjanna undanfarið um að gefa grænt á að langdrægar eldflaugar þeirra verða notaðar til árása á Rússland, þá fluttu Rússar sprengjuþotur sínar. Enn hefur engin slík yfirlýsing verið gefin út opinberlega en Zelensky hefur lengi beðið um slíka notkun flauganna sem Bretland og Bandaríkin hafa sent honum. Nató hefur fyrir sína parta veitt leyfið og einstakir leiðtogar eins og Justin Trudeau æsa til þess að árásir hefjist á Rússland með þessum flaugum. Chris Mason hjá BBC segir að engin slík yfirlýsing muni koma fyrr en eftir að fyrstu flaugunum hefur verið skotið á Rússland.

Að sögn Wikipedia þá ná ATACMS eldflaugar Bandaríkjanna skotmörkum í 300 kílómetra fjarlægð.

Rætt var í sænska sjónvarpinu SVT, að núna myndu árásir á 300 km belti inn í Rússland frá landamærum Úkraínu geta hafist og birt mynd af flugvöllum á svæðinu (sjá mynd). Oscar Jonsson, hernaðarsérfræðingu, sagði að með slíkum árásum yrðu aðföng vista og hergagna til víglínunnar gerðar erfiaðari fyrir Rússa. Hann benti á að hægt sé að beita enn langdrægari eldflaugum með yfir 2000 km drægni en þær yrðu færri og auðvelt fyrir Rússa að fylgjast með og með betri fyrirvara en þeim sem núna er rætt um að skjóta á Rússland.

Á myndinni má sjá sprengjubelti sem hægt er að skjóta á með núverandi eldflaugum sem Úkraína hefur fengið frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Gráu hringirnir eru rússneskir flugvellir. (Skjáskot SVT).

Fara efst á síðu