Rússar sameinaðri en nokkru sinni fyrr

Minningarathöfn við leiði óþekkta hermannsins í Moskvu 23. febrúar 2015 (Mynd Segei Karpukhin/Reuters).

Rússland virkar ekki á þann hátt sem við á Vesturlöndum höldum. Úkraínustríðið hefur skapa bylgju föðurlandstilfinningar og Rússar eru sameinaðri en nokkru sinni fyrr. Þeir líta á Úkraínustríðið meira eða minna sem framhald á hinu mikla fósturlandsstríði seinni heimsstyrjaldarinnar.

Áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Lars Bern segir í samtalsþætti á Swebbtv, að Vesturveldin reyna að brjóta niður Rússland.

Peningar, peningar, peningar

Yfirlýst markmið er að koma Pútín frá völdum og ný stjórn taki við sem er vinveitt Vesturlöndum og þeir ofsaríku geta nýtt sér til að verða enn þá ríkari. Rússland á að brotna niður innan frá. Lars Bern segir:

„Einmitt. Já. Þeir vilja fara aftur í svipaða stöðu og var undir Jeltsín, að vestrænir hagsmunir – umfram allt vestrænir efnahagslegir hagsmunir – gátu komist inn í Rússland. Þá fellur Rússland sundur og hægt verður að skipta því í smærri ríki, sem varða varnarlausari gegn þessum efnahagsöflum. Það er þetta sem málið snýst um. Þetta snýst um peninga.“

Vesturlönd misskilja hvernig Rússland virkar

Hins vegar hafa Vesturlönd misskilið hvernig Rússland virkar, telur Bern:

„Rússland virkar ekki á þann hátt sem við í hinum vestræna heimi trúum, en það sem hefur gerst í staðinn er að við höfum kynnt undir öldu föðurlandsástar í Rússlandi. Þeir eru samhentari en þeir hafa nokkru sinni verið. Þeir líta á þetta meira og minna sem framhald af ættjarðarstríðinu mikla í síðari heimsstyrjöldinni. Og á margan hátt hafa þeir rétt fyrir sér.“

Trúir ekki orði um „nýju skýringuna“ að Úkraína hafi sprengt Nord Stream

Lars Bern trúir ekki einu orði um að Úkraína standi að baki hryðjuverkinu á Nord Stream. Þetta er lygasaga búin til eftir á. Rannsóknarblaðamaðurinn Seymour Hersh afhjúpaði Bandaríkin og Noreg sem framkvæmdaaðila hryðjuverksins. Íslenski blaðamaðurinn Hallur Hallsson upplýsti um ferðir flugvélar Bandaríkjahers sem fór frá Keflavík og aðstoðaði við hryðjuverkið. Lars Bern segir:

„Fjölmiðlar og Þýskaland eru með sýndarmennsku. Það er bara fáránlegt. Ég trúi því ekki einu sinni. Ég hef trú á rannsókn Seymour Hersh, þar sem hann tók viðtöl við mikið af fólki sem veit hvað það er að tala um, sem sagði að það væru Bandaríkjamenn ásamt Norðmönnum sem sprengdu gasleiðslurnar í loft upp. En ef Þjóðverjar myndu koma út og segja það, þá eru þeir að segja að þeir hafi orðið fyrir árás frá öðru Nató-ríki. Hvað í fjandanum eigum við þá að gera við Nató?“

Hér má hlýða á þáttinn á sænsku:

Fara efst á síðu