Rússar hafa núna meira frelsi en íbúar Evrópusambandsins

Pavel Durov, stofnandi Telegram, heldur því fram að rússneskir ríkisborgarar hafi núna meiri aðgang að fjölmiðlum á Telegram en íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Er það vegna þeirrar ritskoðunar sem ESB hefur þvingað Telegram til að taka upp.

Yfirlýsingin kemur fram í nýársskilaboðum Pavel Durov á Telegram, þar sem hann tjáir sig um muninn á fjölmiðlafrelsi milli Rússlands og Evrópu. Hann skrifar um stafræn ritskoðunarlög ESB, lög um stafræna DSA sem nýlega tóku gildi. 

Hverjum hefði dottið í hug að árið 2025 myndu rússneskir notendur Telegram hafa meira frelsi en Evrópubúar?

Durov skrifar:

„Aðgangur að sumum rússneskum fjölmiðlum hefur verið takmarkaður í ESB samkvæmt lögum um DSA og refsiaðgerðir. Á sama tíma eru allar vestrænar fjölmiðlarásir á Telegram enn aðgengilegar í Rússlandi.“

ESB-bannið á rússneska fjölmiðla var kynnt á Telegram á sunnudag og hefur vakið gagnrýni frá Moskvu, sem segir ákvörðunina réttilega vera ritskoðun. ESB bannar RIA Novosti fréttastofuna, dagblöðin Izvestia og Rossiyskaya Gazeta og Rossiya-1, Pervyy Kanal og NTV sjónvarpsstöðvarnar. Er það til viðbótar banni á rússneskum ríkisreknum fjölmiðlum eins og Russian Television RT, og Spútnik. Ekki má sýna, endurbirta eða á annan hátt miðla efni frá þessum fjölmiðlum í sjónvarpi, útvarpi og á netinu innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Bannið felur einnig í sér birtingu rússnesks fjölmiðlaefnis á samfélagsmiðlum eða öðrum stafrænum kerfum.

Jafnvel það að vísa beint til eða dreifa efni sem framleitt er af þessum miðlum getur fallið undir bannið, allt eftir samhenginu. Þetta á sérstaklega við ef tilgangurinn er að miðla efninu víðar. Bannið gildir þó ekki ef efnið er notað í blaðarannsóknum eða fræðilegum tilgangi. Undantekningin gildir einungis þegar framsetningin er með þeim hætti að ekki sé verið að stuðla að útbreiðslu „falsupplýsinga.“

Telegram er þekkt fyrir dreifða uppbyggingu og andstöðu gegn ritskoðun og hefur orðið mikilvægur vettvangur fyrir sjálfstæða blaðamenn og rótgróna fjölmiðla. Reglur ESB hafa hins vegar leitt til þess að mörgum rússneskum rásum hefur verið lokað. Pavel Durov segir þetta afar varhugaverða þróun fyrir tjáningarfrelsið í Evrópu.

Fara efst á síðu