Rússar frysta eigur bandarísku bankanna JP Morgan og Mellon

Reuters segir frá því, að Gerðardómur Moskvu frysti á miðvikudag fjármuni bandarísku bankanna New York Mellon og JP Morgan Chase upp á samtals um 372 milljónir dollara.

Í dómsúrskurðinum segir að varasaksóknari Rússlands hafi leitt málið „til að verja hagsmuni Rússlands“ í tengslum við afturköllun úkraínska seðlabankans á leyfi MR banka með áformum um að loka bankanum 2025. MR banki er úkraínskt dótturfélag stærsta banka Rússlands, Sberbank.

Saksóknaraembættið hóf aðgerðina seint í síðasta mánuði gegn úkraínskum eftirlitsstofnunum og bandarísku bönkunum tveimur – Bank of New York Mellon og JP Morgan Chase Bank, til að bæta tjón vegna eignarnáms úkraínskra stjórnvalda á eigum MR bankans sem brýtur gegn lögmætum hagsmunum rússneska bankans Sberbank.

Rússneski saksóknarinn frysti fjármuni bandarísku bankanna sem tryggingu gegn eignarnámi á greiðslum MR banka upp á 121 milljón dala til JP Morgan bank og 251 milljón dala greiðslu inn á reikning Bank of New York Mellon – samtals 372 milljónir dollara. Þar sem úkraínski seðlabankinn hefur afturkallað starfsleyfi MR banka, var hætta á að þessir peningar glötuðust og þess vegna frysta Rússar samsvarandi upphæð á reikningum JP Morgan og New York Mellon bank.

Bæði Sberbank og JP Morgan neituðu að tjá sig um dóminn.

    Fara efst á síðu