Rússafóbían: Rússar nota flakið af Estoníu á botni Eystrasalts „sem njósnamiðstöð“

Ótrúlegar upplýsingar birtast núna í þýskum fjölmiðlum. Hinn alræmdi rússneski her er sakaðar um að hafa breytt flakinu af Estoníu í norðurhluta Eystrasalti í njósnamiðstöð til að njósna um Nató.

Þýska NDR og WDR birta upplýsingarnar ásamt Süddeutsche Zeitung.

Samkvæmt fjölmiðlunum hefur Nató verið upplýst um að flakið sunnan við Útey hafi verið notað sem æfingasvæði fyrir neðansjávaraðgerðir – og að rússneskur njósnabúnaður gæti hafa verið staðsettur þar fyrir aðeins nokkrum árum.

Njósnabúnaður Rússanna er sagður svo öflugur að hann geti sagt nákvæmlega fyrir um ferðir dróna og eldflauga sjóhers Nató. Mörg Nató-ríki eru sögð vera meðvituð um þessar hernaðarlegu þýðingarmiklu upplýsingar.

Staðsetningin á sjóleiðinni milli Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltsríkjanna er lýst sem „tilvalinni“ fyrir merkjasendingar og staðsetningaröflun á sjó í hernaðarlegum tilgangi.

Svæði kringum flakið er friðlýst sem gröf af yfirvöldum sem þýðir einnig köfunarbann og segja fjölmiðlarnir að það geri sjálfstætt eftirlit erfiðar sem gefur Rússum meira svigrúm til aðgerða. Ólíkt skynjurum á hafsbotni er erfiðara að greina búnað sem festur er við flak.

Kannski koma fjölmiðlarnir næst með fréttir um kjarnorkukolkrabba sem hafa látið skrá sig í rússneska herinn að ekki sé nú minnst á hvíthvalina…..rússafóbían gerir alla daga að 1. apríl……

Fara efst á síðu