Marco Rubio, utanríkisráðherra, krafðist þess að á fjórða tug kristinna leiðtoga, sem kínverski kommúnistaflokkurinn handtók í einni verstu aðgerðum gegn neðanjarðarkirkjum í áratugi, yrðu látnir lausir. Samkvæmt frétt frá BBC voru margir leiðtogar óskráðs nets Síonarkirkjunnar handteknir í áhlaupi kommúnista fyrir skömmu.
Mingri „Ezra“ Jin, þekktur prestur, var tekinn í gæsluvarðhald. Síonarkirkjan sagði í yfirlýsingu:
„Slíkar kerfisbundnar ofsóknir eru ekki aðeins móðgun við kirkju Guðs heldur einnig opinber áskorun til alþjóðasamfélagsins.“
BBC bendir á að kínverskir kristnir menn séu almennt undir þrýstingi að ganga í ríkisleyfðar kirkjur sem gagnrýna ekki kínverska kommúnistaflokkinn.
Rubio sagði í yfirlýsingu 12. október að bandarísk stjórnvöld fordæmdu „handtöku tuga leiðtoga óskráðu húskirkju Síonar.“ Hann sagði enn fremur:
„Þessi aðgerð sýnir enn frekar hvernig kínverski kommúnistaflokkurinn sýnir fjandskap gagnvart kristnum mönnum sem hafna afskiptum flokksins af trú sinni og kjósa að tilbiðja í óskráðum húskirkjum.
Við skorum á kínverska kommúnistaflokkinn að leysa kirkjuleiðtogana tafarlaust úr haldi og leyfa öllum trúuðum, þar á meðal meðlimum húskirkjunnar, að taka þátt í trúarstarfi án þess að þurfa að óttast hefndaraðgerðir.“
Ofsóknir gegn kristnum mönnum í kommúnistaríkinu gerast samtímis og Bandaríkin og Kína standa frammi fyrir áframhaldandi tolla ágreiningi.
Embættismenn í stjórn Trumps hafa í auknum mæli staðið gegn ofsóknum gegn kristnum mönnum um allan heim og mun málefni þeirra handteknu eflaust koma fram í komandi viðskiptaviðræðum.
Lin Jian, fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi að hann vissi ekki um handtökurnar, samkvæmt BBC. Hann sagði:
„Kínverska ríkisstjórnin stjórnar trúarmálum í samræmi við lög og verndar trúfrelsi borgaranna og eðlilega trúarstarfsemi. Við andmælum því eindregið að Bandaríkin blandi sér í innri mál Kína með svokölluðum trúarlegum málum.“
Þrátt fyrir ofsóknir gegn kristnum mönnum stækkar kirkja Krists stöðugt í Kína. Jin stofnaði Zion kirkjunetið árið 2007 með aðeins 20 manns, en kirkjan telur nú 10.000 safnaðarmeðlimi í 40 borgum. Honum er meinað að fara frá Kína, en eiginkona hans og börn búa í Bandaríkjunum til öryggis.
Xi Jinping, forseti Kína, sagði á ráðstefnu árið 2016 að trúaðir kínverskir ríkisborgarar yrðu að „vernda sameiningu móðurlands síns og þjóna hagsmunum kínversku þjóðarinnar í heild.“
(Byggt á grein í The Western Journal).