Robinson: Látum ekki þagga niður í okkur

Tommy Robinson undirbýr ný mótmæli í London. (Mynd Wikipedia/Shayan Barjesteh van Waalwijk van Doorn).

Hinn þekkti aðgerðarsinni Tommy Robinson skipulagði fjöldamótmæli gegn innflytjendastefnu breskra stjórnvalda þann 27. júlí og tilkynnti nýlega, að hann undirbúi ný mótmæli í október. Hann skrifar í færslu á X, að bresk stjórnvöld séu að tæma fangelsin af ofbeldisglæpamönnum og kynferðisafbrotamönnum til að rýma fyrir fólki sem hefur mótmælt stefnu stjórnvalda. Hann hvetur alla sem koma því við að taka þátt í komandi mótmælum.

Tommy Robinson skipulagði fjölsótt mótmæli þann 27. júlí í London sem fjölmiðlar veittu athygli. Tugþúsundir manna mótmæltu innflytjendastefnu yfirvalda og Robinson skrifar, að þetta hafi verið „ein stærsta samkoma fósturlandsvina sem landið hefur séð.“ Hann skrifar á X:

„Síðan þá hefur spillt ríkisstjórn þröngvað ógnarstjórn upp á eigið fólk, fangelsað lífeyrisþega, börn og jafnvel fatlaða. Fangelsin eru tæmd af ofbeldis- og kynferðisbrotamönnum til að rýma fyrir þessum mótmælendum.“

Robinson skrifar, að Keir Starmer forsætisráðherra „taki allt sem hann getur“ frá fólki eins og „upphitun ellilífeyrisþega“ og núna ætlar hann að „taka af þeim strætókortin líka.“

Fjöldabrottrekstur eina lausnin til að bjarga Evrópu

Skilaboð Robinsons eru að núna sé fólk búið að fá nóg og „láti ekki þagga niður í sér.“ Hann lýkur máli sínu með því að skrifa, að hann og margir stuðningsmenn hans muni mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarhverfi London þann 26. október næst komandi og þá munu fleiri koma heldur en í júlí.

Robinson undirstrikar í annarri færslu, að það eina sem geti bjargað Evrópu sé að hefja brottvísun í stórum skala. Robinson skrifar:

„Fjöldabrottrekstur er eina lausnin til að bjarga Evrópu. Við þurfum leiðtoga, ekki aumkunarverðar skræfur.“

Fara efst á síðu