Robert F. Kennedy jr. dregur forsetaframboð sitt til baka í Arizona

Robert F. Kennedy hefur formlega dregið sig úr forsetakosningunum í Arizona ríki. Búast má við, að hann verði „leynigestur“ Donald Trump á kosningafundi í Arizona síðar í dag og eru þá eftirvæntingar um, að Kennedy gefi út sögulega yfirlýsingu ásamt 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Samkvæmt talsmanni New York Times hefur Kennedy sent inn gögn um að hann dragi forsetaframboðið til baka í Arizona, sbr. X hér að neðan:

Samkvæmt fyrri fréttum í vikunni frá heimildarmönnum sem standa nálægt forsetaframboði Kennedy er talið að Kennedy myndi veiti Donald Trump opinberlega stuðning sinn á kosningafundi Trumps í Arizona síðar í dag.

Nicole Shanahan, varaforsetaefni Robert F. Kennedy jr. gaf áður í skyn að parið myndi hætta við framboðið. Er það vegna stanslausra árása demókrataflokksins á þau Kennedy og til að taka ekki atkvæði frá Trump sem gagnaði Kamala Harris. Shanahan sagði:

„Við eigum á hættu að sitja uppi með Kamala Harris og Walz í Hvíta húsinu, vegna þess að við myndum taka atkvæði frá Trump, við tækjum mörg atkvæði frá Trump. Eða þá að við drögum framboðið til baka núna og tökum höndum saman við Donald Trump.“

Sérstakur gestur á kosningafundi Trump í dag

New York Times greinir frá því, að talsmaður ríkisstjórnar Arizona hafi staðfest, að Kennedy hættir við forsetaframboð:

„Robert F. Kennedy Jr. hefur sent inn gögn um að hann dragi til baka forsetaframboð sitt í Arizona.“

Þetta gerist degi áður en Kennedy, sem er óháður frambjóðandi, mun flytja ávarp í Arizona um framtíð kosningabaráttu sinnar. Í gær tilkynnti kosningateymi Trump, að forsetinn fyrrverandi myndi fá „sérstakan gest á kosningafundinn í Glendale, Arizona, á föstudaginn.“

Fara efst á síðu