Robert F. Kennedy íhugar að hætta framboði og styðja Donald Trump

Nicole Shanahan, varaforsetaefni Robert F. Kennedy, sagði í samtali við Impact Theory, að þau væru að íhuga að hætta í forsetakosningunum og styðja Donald Trump.

Nicole Shanahan greindi einnig frá skemmdarverkum í viðtalinu sem birt var á þriðjudagsmorgun. Nicole Shanahan sagði:

„Þú veist, það eru tveir möguleikar sem við erum að skoða og einn er að halda áfram og stofna nýjan flokk. En við eigum þá á hættu að fá Kamala Harris og Walz sem forseta og varaforseta, vegna þess að við tökum atkvæði frá Trump, við tökum mörg atkvæði frá Trump. Eða að hættum framboði núna og tökum höndum saman við Donald Trump. Við hættum við framboð og útskýrum fyrir kjósendum, hvers vegna við tökum þessa ákvörðun.“

Shanahan lýsti svívirðilegum aðferðum sem einræðisflokkur demókrata notaði til að eyðileggja kosningabaráttu Kennedy:

„Þeir hafa bannfært okkur, haldið okkur í skugganum og ekki hleypt okkur inn í sviðsljósið, beitt lögmönnum gegn okkur, lögsótt okkur í öllum mögulegum ríkjum, þeir hafa meira að segja sent flugumenn inn í kosningabaráttu okkar.“

Lýsing Nicole Shanahan á óheiðarlegum vinnubrögðum demókrata er dæmigerð lýsing á framkomu þeirra við stjórnmálaandstæðinga sína eins og Donald Trump. Robert F. Kennedy jr. er á hinn bóginn heiðarlegur stjórnmálamaður og sér hversu mikilvægt það er að vinna bug á alræðis vinstri öflum í Bandaríkjunum fyrir lýðræði og frelsi í Bandaríkjunum og í öllum heiminum.

Hér er að neðan má fyrst sjá stuttan bút og þar fyrir neðan allt viðtalið við Nicole Shanahan:

Fara efst á síðu