Frjálslynd ríkisstjórn Póllands vill innleiða umdeild ritskoðunarlög ESB, Digital Service Act, DSA, sem heimila yfirvöldum að fyrirskipa fljótt að lokanir á færslur á samfélagsmiðlum. Talsmaður Íhaldsflokksins PiS, Rafal Bochenek, varar við pólitískri stjórn á internetinu.
Bochenek sagði í wPolsce24, samkvæmt Do Rzeczy:
„Internetið hefur hingað til verið haf af frelsi – tjáningarfrelsi, skoðanaskipta, skiptast á hugmyndum, ræða málin, hafa opinbera umræðu.“
Pólska frumvarpið vill innleiða umdeild DSA-lög ESB, sem miða að því að ritskoða og stjórna pólitísku og öðru efni á samfélagsmiðlum sem evrópsk yfirvöld eru ósammála.
Tillagan þýðir að samfélagsmiðillinn verður fyrst að upplýsa notandann sem birti hina óásættanlegu færslu og fær hann tvo daga til að svara. Eftir það geta viðeigandi yfirvöld ákveðið hvort lokað sé á efnið og það fjarlægt. Notandinn verður að leita réttar síns fyrir dómstólum ef hann telur á sér brotið.
Saksóknarar, lögregla, skattyfirvöld og landamæragæslan munu öll geta óskað eftir lokun á „ólöglegu efni.“ Ákvarðanir verða teknar ef þær teljast ekki hafa neikvæð áhrif á „opinbera umræðu eða kosningaferli.“ Rafal Bochenek segir:
„Með þeirri reglugerð sem ríkisstjórnin vill innleiða geta núverandi valdhafar auðkennt og haft eftirlit með öllu efni á netinu.. Ég er því ósammála. Ég tel að þetta sé brot á margvíslegum skoðunum og í reynd leið til að hafa áhrif á almenningsálitið með stjórnsýslulegum, hertum aðferðum.“
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kærði Pólland í mái fyrir Evrópudómstólnum fyrir að innleiða ekki DSA á réttum tíma.