Ríkisstjórnin hefur afhent stjórnartaum lýðveldisins til Evrópusambandsins

Upplýsingar Hjartar J. Guðmundssonar í Morgunblaði dagsins skera inn að beini. Hann skal hafa þakkir fyrir að grafa fram hjá upplýsingaskrifstofu ESB, að ESB lítur á undirskrift Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra við samkomulag Íslands og ESB sem: 

„pólitíska skuldbindingu til einhliða aðlögunar að utanríkisstefnu Evrópusambandsins sem felur eðli málsins samkvæmt í sér upptöku hennar.“

Þetta þýðir umbyltingu í utanríkismálum Íslands sem unnið hefur með Bandaríkjunum að varnarmálum Íslendinga frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Utanríkisráðherrann er greinilega í ESB-heiladái að skrifa undir slíkt samkomulag án umræðu á Alþingi eða atkvæðagreiðslu um samþykki Alþingis fyrir slíkum breytingum. Lýsir það einkar skýrt veruleikafirringu ráðherrans að telja sig hafa einræðisvald yfir þingi og þjóð með eigin nafni við slíka grundvallarlega stefnubreytingu sem einnig og að sjálfsögðu er brot á stjórnarskránni.

Sést á öllu verklaginu að ESB sætir lagi með fröken bjánum í ríkisstjórn Íslands til leiftursóknar í aðlögun Íslands að ESB bæði í utanríkis-og varnarmálum og sjávarútvegsmálum. Hjörtur J. Guðmundsson skrifar:

„Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að umsóknarferli að Evrópusambandinu gengur öðru fremur út á aðlögun að regluverki og stefnum sambandsins líkt og lesa má víða um í gögnum þess. Framganga stjórnvalda með ráðherra Viðreisnar í fararbroddi verður fyrir vikið ekki skilin með öðrum hætti en sem undirbúningur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Með öðrum orðum getur einkum Viðreisn ljóslega ekki setið á sér áður en þjóðaratkvæðið fari fram.“

Það er augljóslega engin tilgáta lengur, hvað þær Þorgerður og Kristrún voru að gera í fyrstu heimsóknum sínum til m.a. stækkunarstjóra ESB strax að kosningum loknum. Málið var að rétta ESB stjórnartaum íslenska lýðveldisins svo aðlögunarferli ESB gæti gerst á sem fljótastan hátt sem þjóðin gæti ekki breytt til baka.

Engir voru spurðir fyrir kosningar, hvort þeir vildu leggja örlög Íslands í hendur ESB. Samt sem áður, vegna verka þessarar ríkisstjórnar er verið í flýti að koma lýðveldinu á höggstokkinn, þar sem höfuð fullveldisins verður látið fjúka og auðlindir landsins og hernaðarlegt mikilvægi yfirtekið af hinu nýja risaveldi í Evrópu. Engir skulu efast um heimsvaldastefnu ESB sem er að koma á herfjárlögum, þar sem dregið er úr öllum samfélagslegum stuðningi vegna vígbúnaðar fyrir komandi stórstyrjöld gegn Rússlandi. 20% af fjárlögum ESB fara til að halda úkraínska ríkinu gangandi, hin 80% fara ekki í þróun eða landbúnað heldur í vígbúnað. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur verið kærð fyrir landráð vegna bókunar 35. Grundvöllur slíkrar kæru minnkar að sjálfsögðu ekkert við það að hún skuldbindi ríkið með nafni sínu til að kollvarpa utanríkisstefnu Íslands. Því miður er stjórnmálastaðan á Alþingi ekki slík að búast megi við að Alþingi reki hana úr ráðherrastólnum en skömm Íslands er mikil að hafa slíkan bjána sem utanríkisráðherra sem telur að einföld undirskrift hennar kollvarpi fyrra samkomulagi um EES og utanríkisstefnu þjóðarinnar. 

Þessa stöðu skilja hinir þrautæfðu lagaklækjamenn ESB vel og nýta sér til hlítar. Ríkisstjórnin hefur verið furðusnögg að bregða fæti fyrir þjóðina í sjávarútvegsmálum og núna í utanríkismálum og von hennar er að auðlindir þjóðarinnar og sjálfsákvörðunarréttur falli sem fyrst í hendur stórveldis meginlandsins.

Fara efst á síðu