Ríkisherferð í Finnlandi á að „losa Finna við kynþáttafordóma“

Ríkisstjórn Finnlands hefur hleypt af stokkunum átakinu „Aðgerðir í stað orða,” þar sem fyrirtækjum, stofnunum og samtökum er boðin þátttaka til að „byggja upp Finnland jafnréttis sem er laust við kynþáttafordóma.“ Því er haldið fram að rasismi sé „innbyggt viðhorf“ í finnska samfélagið og að „þeir sem vilja ná fram breytingum geti ekki verið áhorfendur.“

Boðað er, að það sé fyrst og fremst hinn meinti „skipulagsrasismi“ sem núna eigi að taka fyrir og berjast gegn í eitt skipti fyrir öll. Því sé mikilvægt að fyrirtæki, stofnanir og aðrir aðilar „geri raunhæfar ráðstafanir í eigin ranni“ til að hægt verði ná þessum árangri. Petteri Orpo forsætisráðherra Finnlands segir:

„Við verðum að byggja upp Finnland sem er öruggt og hefur jafnrétti fyrir alla. Við sem tökum stjórnmálaákvarðanir getum ekki gert þetta á eigin spýtur, heldur þurfum við átak frá öllu samfélaginu. Þetta er langtímaátak – Finnlandi verður ekki breytt á augabragði.”

Megináhersla herferðarinnar er að allir verði að skuldbinda sig í baráttunni gegn hinum meinta rasisma til „að skapa réttlátara samfélag þar sem allir, óháð bakgrunni, verða jafn réttir í finnska samfélaginu.“

Útrýma kynþáttafordómum í almenningssamgöngum

Lofað er að fjárfesta í aukinni innri þjálfun og umræðum með það að markmiði að „auka þekkingu“ á kynþáttafordómum. Jafnframt er lofað „auknum nafnlausum ráðningarferlum í ráðuneytum ásamt viðræðum sem stuðla að þátttöku ólíkra íbúahópa.“

Margir aðilar taka þátt í verkefninu, eins og til dæmis almenningssamgöngur HSL í Helsinki-héraði. Verður mikið lagt í verkefnið sem á að „útrýma kynþáttafordómum og áreitni í almenningssamgöngum.“ Berjast á „með virkum hætti gegn rasískum innbyggðum viðhorfum”:

„Kynþáttafordómar eru kerfisbundið vandamál. Annað hvort er barist gegn þeim eða þeir eflast gegnum mismunandi aðgerðir eða aðgerðaleysi; til dæmis með því að grípa inn í eða hafa ekki afskipti af málnotkun og ráðningum með kynningum og mismunandi aðferðum.”

Fara efst á síðu