
Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins skrifar:
Ég veit ekki hver David Latting er en hér er þýðing mín á prósaljóði hans sem ég las í dag og snerti streng í hjarta mínu:
,,Morðið á Charlie Kirk afhjúpaði eitt fyrir mér:
Ríkisfang mitt er í Himnaríki.
Ég naut aldrei þeirra forréttinda að hitta Charlie,
samt grét ég hans vegna.
Jafnvel í dag, líður mér eins og ég hafi misst nákominn ættingja
þrátt fyrir að við hefðum aldrei hist.
Hvers vegna?
Vegna þess að hjarta mitt veit að ég hef misst bróður.
Þetta róttæka hatur, þetta kalda skeytingarleysi,
og jafnvel fagnaðarlæti vegna dauða hans
hafa afhjúpað fyrir mér hversu áttavilltur þessi heimur í raun er.
Hversu vitstola veröldin er orðin.
Bryce Crawford sagði: „Óvinurinn hefur yfirstigið mörkin“.
Ég er sammála.
Brotthvarf Charlie sýnir að það geisar stríð gegn guðrækni
og viðbrögðin við drápi hans
hafa afhjúpað hversu langt menning okkar hefur færst
í átt til þess að vegsama illsku.
Og samt, gegnum sorg mína, þá sé ég nú á skýran hátt:
Að líf mitt er stutt. Að köllun mín er brýn.
Að tilgangur minn er eilífur.
Dauðinn er hlið og
að stíga í gegnum hliðið er
í svo stuttri fjarlægð að hún mælist í einum andardrætti.
Við höfum öll verið hastarlega á það minnt,
hve skjótt þessi andardráttur getur verið tekinn á brott.
Við megum engan tíma missa.
Breiðið út fagnaðarerindi Krists.
Tími okkar er takmarkaður.
Megum við reynast hugrökk.
Megum við reynast staðföst.
Megum við verða talin hafa reynst trú.”