Reynt að hindra forsetaframboð Le Pen ár 2027 með lagaklækjum

Ef ekki er hægt að sigra vinsæla stjórnmálamenn í heiðarlegum kosningum, þá er róið á mið lagaklækja til að reyna að dæma þá frá þátttöku í stjórnmálum. Þetta er reynt á öfgafullan hátt án árangurs gegn Donald Trump en eflaust með meiri árangri á marga aðra.

Núna er Marine le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðarfylkingarinnar undir smásjánni og hefur verið kærð af stjórnmálaandstæðingum fyrir að hafa notað peninga frá ESB „á rangan hátt.“ Verði hún felld gæti hún lent í fangelsi í 10 ár og þurft að greiða sekt upp á eina milljón evra.

Enska orðið „lawfare“ er samsett af orðinu „law“ og „warfare.“ Kannski má þýða orðið lawfare sem lagabrellur, lagaklækir, lagahernaður o.s.frv.. Reynt er að sigra pólitískan andstæðing með lagaklækjum fyrir dómstól, þegar ekki er hægt að sigra hann í frjálsum kosningum.

Reuters greinir frá, að Marine Le Pen hafi verið ákærð fyrir að „misnota fé ESB.“ Er hún ásamt Þjóðfylkingunni og 24 flokksmeðlimum ákærð fyrir að nota fé sem ætlað var til að greiða fyrir störf við ESB-þingið en peningarnir sagðir notaðir til að borga starfsmönnum Þjóðfylkingarinnar. Verði hún fundin sek á hún yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi og milljón evra sekt. Þá verður henni bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis á sama tíma. Marine Le Pen neitar að hafa misnotað féð og segist ekki óttast réttarhöld.

Gríðarlegar fjárhæðir hverfa í spillingarhít ESB

Það kemur úr hörðustu átt frá ESB sem hefur verið í vandræðum með að finna endurskoðenda til að skrifa undir ársreikninga sína og er ásakað um mikla fjárhagslega spillingu. Reuters skrifaði ár 2022, að samkvæmt endurskoðun ársreikninga ESB hefði um 5,5 milljörðum evra verið eytt í vitleysu eða horfið án skýringa. Það gerir um 830 milljarða íslenskra króna sem skagar hátt í fjárlög íslenska ríkisins ár 2020 kr. 909 milljarðar.

Fara efst á síðu