Reinfeldt: Trump hefur logið 22 þúsund sinnum síðan hann varð forseti – ég laug aldrei sem forsætisráðherra…

Margir sænskir móderatar bæði fyrrverandi og núverandi í háum embættum keppast hver við annan þveran að kasta hnútum í Bandaríkjaforseta. Carl Bildt reið á vaðið og hneykslaðist í beinni yfir því að Bandaríkjastjórn væri orðin eins og stjórnin í Norður Kóreu sem talaði við Pútín! Núna lýsir Friðrik Reinfeldt fv. forsætisráðherra því yfir, að hann hafi aldrei logið sem forsætisráðherra, sem er ef rétt væri efni í sjónvarpsþætti heila vertíð. Kónhöfuðið hefur reiknað út að Donald Trump hafi logið að minnsta kosti 22 þúsund sinnum eftir að hann varð forseti.

Reinfeldt fv. forsætisráðherra Svíþjóðar hefur verið notaður mikið af sænskum fjölmiðlum sem skítadreifari yfir Trump. Hann sagði í TV4 í tilefni forsetakosninganna í Bandaríkjunum:

„Trump er valdamikli lýðskrumarinn. Hann skiptir þjóðinni með miklum skemmtilegum sýningu en fullum af lygum. Hann hefur engan metnað til að sameina Bandaríkin. Hann talar bara við kjósendur sína, fólkið sem elskar hann. Hann deilir fullkominni sjálfselsku með kjósendum sínum.“

Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði einnig að svipaðir „auðvalds-popúlistar“ væru í Evrópu eins og Berlusconi og Erdogan. Fredrik Reinfeldt sakaði Donald Trump um lygar, en slíkt gerði hann aldrei sjálfur að eigin sögn sem forsætisráðherra:

„Ég hef eytt öllu lífinu í að reyna að forðast það. Ég held að það sé hluti af lýðræðislega verkefninu, að maður þurfi að vera vel undirbúinn og fara ekki yfir þá línu. Þess vegna er það svo svakalega ögrandi að vera með bandarískan forseta sem hefur logið 22.000 sinnum síðan hann tók við embætti. Það er varla hægt að halda utan um það lengur. Það er eins og hann ljúgi fimmtán sinnum á dag.“

Fara efst á síðu