Regnbogalæknir í Uppsala dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að nauðga karlkyns sjúklingum

Christian Abi-Khalil stundaði samkynsnauðganir á Samariter heilsugæslunni í Uppsala

Hinn 39 ára læknir Christian Abi-Khalil var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa beitt níu mismunandi sjúklinga kynferðislegu ofbeldi og samkynsnauðgun á heilsugæslunni þar sem hann starfaði í Uppsala.

Auk læknisferils síns hefur Christian Abi-Khalil verið virkur sem opinberlega samkynhneigður aðgerðarsinni og frá 2019 hefur hann verið formaður samtaka regnbogalækna, sem berjast gegn fordómum gagnvart samkynhneigðum læknum.

Samkvæmt héraðsdómi Uppsala er um níu karlkyns sjúklinga að ræða sem leituðu umönnunar á heilsustöðinni en urðu í staðinn fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar læknisins.

Samkynhneigði læknirinn er sakfelldur fyrir tvær nauðganir og átta tilfelli kynferðislegs ofbeldis. Samkvæmt einum sjúklinganna sagði læknirinn honum að afklæðast alveg þegar hann leitaði ráða um matrræðið:

„Ég var svolítið efins og spurði hvers vegna? Hann sagði bara að þannig væri þetta alltaf gert, svo ég gerði það. Hann hélt mér niðri og sagði mér að fara úr nærbuxunum þannig að kynfærin sáust.“

Hann lýsir því að ástandið hafi verið svo furðulegt að hann hafi ekki getað skilið það þegar þetta gerðist.

Héraðsdómur greinir frá því að nokkrir sjúklingar hafa lokað augunum og bara beðið eftir því að læknirinn lyki við ofbeldið. Einn sjúklingurinn lýsti lækninum sem „hálum og ágengum.“

Sumir mannanna hafa lýst því yfir að þeir hafi skammast sín svo mikið í kjölfarið og ekki þorað að efast um lækninn, sem þeir héldu frá byrjun að væri fagmaður.

Christian Abi-Khalil neitar glæpunum en viðurkennir hann að hann hafi haft munnmök við suma karlanna sem hann segir að hafi gerst utan vinnutíma og með samþykki:

„Þannig að þetta var ekki í tengslum við læknarannsókn heldur á einkafundum.“

Héraðsdómur segir skýringar hans ekki haldbærar og bendir á að sögur fórnarlambanna hafi verið samfelldar og trúverðugar. Dómstóllinn segir að útiloka megi frjálst samþykki við læknisskoðun.

Læknirinn þarf einnig að greiða 1.165.000 sænskar krónur í skaðabætur til mannanna níu

Fara efst á síðu