Rannsaka þarf möguleg lögbrot Samtakanna 78

Jóhannes Loftsson formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar skrifar athyglisverða grein á blog.is um þörfina á að rannsaka hvort upplýsingagjöf Samtakanna 78 og fræðsla í grunnskólum feli í sér brot gegn 227. gr. b. hegningarlaga nr. 19/1940. Bendir hann meðal annars á blekkingu samtakanna um að „áhrif hormónablokkara séu afturkræf“ og rangfærslu um að „kyni sé úthlutað við fæðingu“ sem sé blekkjandi orðalag. Þjóðólfur tekur undir sjónarmið Jóhannesar að eðlilegt og nauðsynlegt sé að kanna með hlutlægum hætti hvort aðkoma Samtakanna 78 að grunnskólafræðslu samrýmist ákvæðum 227. gr. b. hegningarlaga.

Jóhannes Lofsson skrifar:

1. og og 3. málsgrein 227. greinar b í almennum hegningarlögum hljóma svo:  (sjá hér)

  • „Hver sem með nauðung, blekkingum eða hótunum fær einstakling til að undirgangast ógagnreynda meðferð í þeim tilgangi að bæla eða breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu hans skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“
  • „Hver sem framkvæmir, hvetur með beinum eða óbeinum hætti til eða hefur þegið fé vegna meðferðar sem greinir í 1. mgr. skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.“

Greinin vekur upp mikilvægar spurningar um hvort upplýsingagjöf Samtakanna 78 og fræðsla í grunnskólum feli í sér brot gegn 227. gr. b. hegningarlaga nr. 19/1940. Greinin kveður á um refsiábyrgð þegar einstaklingar undirgangast ógagnreynda meðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, einkum þegar um börn yngri en 18 ára er að ræða. Einnig kveður hún á um refsingu þeirra sem framkvæma, hvetja til eða þiggja fé vegna slíkra meðferða.

Lykilhugtökin eru „ógagnreynd“ og „blekking“.

  1. Skilgreining á ógagnreyndri meðferð Ógagnreynd meðferð vísar til inngripa sem ekki byggja á nægilegum vísindalegum gögnum og teljast því tilraunakenndar. Sem dæmi má nefna notkun hormónablokkara og kynskiptaaðgerða hjá börnum, sem samkvæmt dómi í Bretlandi (R (Bell) v. Tavistock and Portman NHS Foundation Trust [2020] EWHC 3274 (Admin)) eru ekki taldar nægilega rannsakaðar. Slíkur rökstuðningur á einnig við íslenskan rétt með vísan til alþjóðlegra skuldbindinga og meginreglna barnaréttar.
  2. Skilgreining á blekkingu Í lagalegu samhengi felur blekking í sér vísvitandi eða stórfellda vanrækslu í upplýsingagjöf, sem leiðir til þess að einstaklingur tekur ákvörðun sem hann hefði ekki tekið ef hann hefði haft réttmætar og heilar upplýsingar. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (sbr. lög nr. 19/2013) skulu börn njóta verndar gegn blekkingu og öllum þeim upplýsingum sem geta valdið þeim skaða eða villst ásetningi.
  3. Dæmi um möguleg brot
  • Blekking um afturkræfni hormónalyfja: Samtökin 78 halda því fram að áhrif hormónablokkara séu afturkræf. Rannsóknir sýna hins vegar að slík áhrif geta verið varanleg, m.a. á beinþéttni, vaxtarhraða, frjósemi, kynfæraviðbrögð og geðheilsu. Það að sleppa þessum upplýsingum getur talist blekking sem hefur bein áhrif á ákvarðanatöku barna og foreldra. (sjá hér)
  • Rangfærslur um líffræðilegt kyn og notkun hugtaka: Í kynningarefni samtakanna (sjá hér) er fullyrt að kyn sé úthlutað við fæðingu. Slíkt orðalag getur verið blekkjandi þar sem líffræðilegt kyn byggir á erfðafræðilegum þáttum. Einnig er notað hugtakið „kynstaðfestandi ferli“ til að lýsa ferlum sem fela í sér félagslega eða læknisfræðilega aðlögun að sjálfskynja kynvitund. Slíkt hugtak gefur í skyn að hægt sé að „staðfesta“ kyn með félagslegum eða líkamlegum inngripum. Þetta getur haft í för með sér villandi skilaboð, sérstaklega til barna, um að kyn sé breytanlegt eða staðfestanlegt með læknisfræðilegum aðgerðum.

Þá liggur fyrir að Samtökin 78 hafa lýsa því yfir á heimasíðunni að þau noti orðið „kyn“ vísvitandi bæði um líffræðilegt kyn og félagslegt kyngervi. Slík samblanda á tveimur ólíkum hugtökum í fræðsluefni ætlað börnum getur verið sérstaklega ruglandi og grafið undan skilningi barna á mikilvægu grundvallaratriði sjálfsmyndar og líkama. Með því að eyða skýrum aðgreiningum milli kyns og kyngervis, eru börn líklegri til að samþykkja skilaboð sem gefa í skyn að kyn sé huglægt og valkvætt, og þar með líklegri til að taka ákvarðanir um meðferðir sem kunna að hafa óafturkræfar afleiðingar.

  • Aðgengi að börnum utan skólakerfisins: Samtökin 78 hafa aðgang að grunnskólum í gegnum kynningarfundi sem beinast að börnum í 3., 6. og 9. bekk. Í lok slíkra kynninga er börnum oft bent á að hafa samband við samtökin beint, sem auglýsir eigin ráðgjafaþjónustu sem er utan við formlegt skólakerfi og ekki háð sambærilegu faglegu eða lagalegu eftirliti og gildir innan skóla. Þetta skapar hættu á því að börn leiti sér ráðgjafar um viðkvæm málefni hjá aðila sem hvorki fellur undir sömu ábyrgð né skjól sem skólayfirvöld tryggja. Því er mikilvægt að skoða hvort þessi starfsemi brjóti gegn markmiðum barnaverndar og öryggi barna.
  • Fjárhagslegur ávinningur: Samkvæmt 3. mgr. 227. gr. b. hegningarlaga skal sá sem þiggur fé vegna meðferðar sem greinir í 1. mgr. sæta refsingu. Leiða má rök fyrir því að hluti tekna Samtakanna 78 komi frá ráðgjafaþjónustu sem felur í sér hvatningu eða leiðsögn til ógagnreyndrar meðferðar við kynvitund eða kyntjáningu barna. Ef slíkt reynist réttmætt, myndi það gera brotið alvarlegra, þar sem það tengist beinni fjárhagslegri ávöxtun af starfsemi sem felur hugsanlega í sér refsiverða háttsemi.
  1. Ábyrgð yfirvalda og rannsóknarskylda Þegar slíkar upplýsingar eru kerfisbundið settar fram í opinberri fræðslu og afleiðingin getur verið þátttaka barna í ógagnreyndri meðferð, er ástæða til að kanna hvort skilyrði refsiákvæðis 227. gr. b. séu uppfyllt. Þá liggja fyrir fjölmiðlafréttir um að stjórnandi innan Samtakanna 78 hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna meintrar áreitni og hugsanlegra alvarlegra brota gegn börnum. Þó að niðurstöður séu ekki birtar opinberlega, vekur það spurningar um hæfi samtakanna til að gegna hlutverki í fræðslu fyrir börn.
  2. Niðurstaða Lögregla og önnur yfirvöld bera ábyrgð á að framfylgja hegningarlögum án tillits til þess hverjir eigi í hlut. Þegar fyrir liggja vísbendingar um að lög hafi hugsanlega verið brotin, sérstaklega gagnvart börnum, ber að hefja rannsókn. Eðlilegt og nauðsynlegt er að kanna með hlutlægum hætti hvort aðkoma Samtakanna 78 að grunnskólafræðslu samrýmist ákvæðum 227. gr. b. hegningarlaga.

Þá má ekki horfa framhjá því hversu alvarlegt slíkt brot kann að vera. Að blekkja börn — sem eru í mótun og hafa ekki forsendur til að meta líffræðilega og læknisfræðilega áhættu — til að velja sér ferli sem felur í sér óafturkræfar aðgerðir á líkama sínum, er ekki aðeins siðferðislega ámælisvert heldur kann að festa kynáttunarvanda í sessi til frambúðar. Slík íhlutun, sem byggir á rangri eða villandi upplýsingagjöf, getur haft áhrif á allt líf viðkomandi barns, bæði andlega, líkamlega og félagslega. Þetta undirstrikar nauðsyn þess að bregðast skýrt og ábyrgðarfullt við þegar rökstuddur grunur liggur fyrir um brot af þessu tagi.

Fara efst á síðu