Rafmagnið fór af Spáni og í hluta Portúgals í byrjun vikunnar. Eftir það hafa margir velt fyrir sér orsökunum og ýmsar kenningar hafa verið settar fram. Núna koma upplýsingar um að fyrir löngu hafði verið varað við því, að allt of mikill hluti endurnýjanlegrar raforku í kerfinu gæti haft slíkar afleiðingar. Tæknilegar forsendur til að jafna skyndilegar breytingar í kerfinu eru enn ekki til staðar. Því fór sem fór.
Að sögn Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, stafaði rafmagnsleysið af skyndilegri lækkun á rafmagnsframleiðslu, þegar 15 gígavött hurfu í fimm sekúndur. Neyðarástandi var lýst yfir á Spáni og það var ekki fyrr en á þriðjudagsmorgun, næstum 36 klukkustundum síðar, að rafmagn komst aftur á í báðum löndunum.

Voru grænu umskiptin ástæðan fyrir slysinu? Margt bendir til þess. Í ársskýrslu sinni fyrir árið 2024, sem kom út í febrúar, varaði Redeia, sem hefur yfirumsjón með Red Electrica – spænska rafdreifingarfyrirtækinu – við rafmagnsleysi vegna mikils hlutfalls endurnýjanlegrar orku í kerfinu. Jafnframt var bent á hættuna vegna lokun kjarnorku- og kolaorkuvera.
Í ársskýrslunni sem sænska viðskiptablaðið Affärsvärlden hefur athugað segir meðal annars:
„Hátt hlutfall endurnýjanlegrar raforkuframleiðslu án þess að nauðsynleg tæknileg skilyrði séu til staðar til að halda henni gangandi við truflanir getur valdið truflunum á raforkuframleiðslu, sem í sumum tilfellum geta verið alvarlegar og þar með raskað jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar og haft veruleg áhrif á raforkuframboð og óbeint á orðstír fyrirtækisins.“
Enn fremur:
„Lokun hefðbundinna framleiðsluvera eins og kola-, hita- og kjarnorkuvera (vegna reglugerða) leiðir til minnkunar á öruggri framleiðslu og jöfnunarafli raforkukerfisins, sem og á styrkleika þess og tregðu.“
Einnig er tekið fram að vaxandi hlutdeild sólar- og vindorku færi með sér áskoranir sem unnið er að því að takast á við og að vaxandi hlutdeild endurnýjanlegrar orku eykur kröfur um flutningsgetu.
Fyrir rafmagnsleysið var hlutdeild raforku frá sólarorku rétt rúmlega 60%, vindorku 12% og kjarnorku 11,6%. Aðrar orkulindir voru sólarhitun, úrgangur og hitaveita, um fjögur prósent hver.
