Rafferja bannar rafbíla um borð: Tökum ekki áhættuna

Norska skipafélagið Havila Kystruten sem er framarlega í grænu umskiptunum bannar rafbíla, tengitvinnbíla og vetnisbíla á nýju rafknúnu skipaferjunum sínum. Að sögn Carup verða einungis bensín- og dísilbílar leyfðir um borð.

Spurður út í af hverju fyrirtækið banni rafbíla um borð segir Lasse A. Vangstein, samskipta- og sjálfbærnistjóri hjá Havila Kystruten, við TV2: „Við tökum ekki þá áhættu.“

Skipin eru búin rafhlöðum sem eru jafnstórar og hundrað rafbílar. En þær eru staðsettar í eldföstum rýmum og eru vaktaðar frumu fyrir frumu. Hins vegar er ekki hægt að hafa eftirlit með farþegabílum á sama hátt. Vangstein segir:

„Það kviknar sjaldan í rafbílum en ef það gerist um borð þyrftum við að yfirgefa skipið og telja það ónýtt. Við tökum ekki þá áhættu.“

Ekki er hægt að slökkva elda í rafbílum, svo eftir áhættugreiningu voru rafbílar bannaðir árið 2023 í skipum fyrirtækisins.

Samkeppnisaðilinn Hurtigruten metur stöðuna á annan hátt og samþykkir allar gerðir ökutækja. Martin Henriksen hjá Hurtigruten segir við norska sjónvarpið NRK:

„Við höfum flutt bíla í 40 ár og það gengur bara vel.“

Fara efst á síðu