Rafbílahugmyndin er óframkvæmanleg ímyndun – „Óskhyggja og sjálfsblekking”

Það er ekki framkvæmanlegt að skipta út öllum bensín- og dísilbílum fyrir rafbíla. Það er „óskhyggja í hæstu hæðum og sjálfsblekking.“ Það segir Jan Blomgren, prófessor í hagnýtri kjarneðlisfræði, í viðtalsþætti í Swebbtv. Stjórnmálamenn eru hættir að vinna að framkvæmanlegum hlutum. Þeir vinna bara að því sem „hljómar vel.”

Rafbílar ekki eins „grænir” og mætti halda

Jan Blomgren segir:

„60% af raforku heimsins kemur frá jarðefnaeldsneyti. Það þýðir að í raun er verið að flytja útblástur frá jarðefnisdrifnum bílum yfir í kolaraforkuver. Að mjög miklu leyti. Og það þýðir að nettó losunaráhrif verða ekki svo mikil af akstri rafbíla. Niðurstaðan gæti jafnvel orðið neikvæð.”

Greining sýnir að það þarf að keyra rafbíl 200.000 kílómetra áður en hann kemst í kapp við dísilbílinn. Eftir það verða losunaráhrifin betri en ekkert á neinn róttækan hátt. Blomgren segir:

„Við erum ekki að tala um helmings minnkun heldur nokkurra prósentu lækkun. Sú minnkun gæti horfið, þegar tekið er með í dæmið að leggja þarf rafmagnslínur og þess háttar, það var ekki gert í þessari greiningu. Ef slíkt yrði tekið með á heimsmælikvarða er engan vegin víst, að rafbílar kæmu út á jákvæðan hátt.”

Hvaðan koma allar þessar hugmyndir eiginlega?

Til að skipta út öllum bílaflota í heimi fyrir rafbíla, þarf að verða „gífurleg aukning“ í námuvinnslu. Og það mun ekki gerast. Þannig að halda það, að rafbílar komi í stað „eldsneytis knúinna” bíla er bara draumur, ímynd sem aldrei mun rætast. Samt sem áður reyna stjórnmálamenn og ESB að gera það.

Blomgren segir að spyrja megi hvaðan allar þessar hugmyndir koma eiginlega. Í dag gera stjórnmálamenn ekki lengur það sem virkar heldur það sem hljómar vel. Heimurinn gæti rafvætt alla bíla í Noregi og Svíþjóð. Jörðin ræður við það, jafnvel þótt það væri dýrt:

„Svíþjóð og Noregur eru samanlagt um 15 milljónir íbúa. Það má bera saman við átta milljarða á jörðinni – um 500 sinnum fleira fólk. Þá má bara gleyma þessu öllu saman.”

Hér að neðan má sjá þáttinn sem er á sænsku:

Fara efst á síðu